Kæruleysi í umferðinni!!

Ökumönnum er skylt að hafa öll ökuljós kveikt

Margir ökumenn nýrra bíla eru ólöglegir við akstur sökum ljósaskorts

Núna er svartasta skammdegið komið og allir sem eru á ferð í umferðinni þurfa að gera allt sem þeir geta til að vera sýnilegir.

Margir nýir bílar eru búnir ljósum sem kvikna þegar bíllinn er settur í gang og í fyrstu má halda að um sé að ræða ökuljós en sú er ekki raunin.

Víða má sjá í umferðinni ökumenn nýrra bíla sem gera sér ekki grein fyrir þessu og aka um með takmörkuð ljós og eru jafnvel ljóslausir að aftan.

Með þessum akstursmáta er viðkomandi ökumaður að sýna algert kæruleysi gagnvart öðrum í umferðinni!

Ef skyggnið hefði verið lakara, og að ekki sé talað um að viðkomandi bíll hafi verið dökkur að lit þá hefði hann nánast horfið okkur sjónum á veginum.

image

Um leið og það er komin rigning, eða jafnvel snjókoma, þá daprast yfirsýnin fram á veginn, öll ljós verða óskýrari og hreyfingar bíla og gangandi vegfarenda verða ógreinilegri, kannski svolítið í áttina eins og þessi mynd úr mælaborðsmyndavélinni í bílnum sýnir.

Stillum ljósarofann rétt

En við þessu er einfalt ráð! Margir bílar eru með þannig ljósastillingu að þótt skilið sé við ljósin kveikt þegar drepið er á bílnum þá slokknar sjálfkrafa á þeim þegar drepið er á eða farið er út úr honum.

image

 Einfalda ráðið er að stilla ljósarofann rétt. Myndin sýnir einfalda gerð af svona ljósarofa, en með því að stilla á „full ljós“ þá eru öll ljós kveikt

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is