Markaðshlutdeild Hyundai í Evrópu sló öll met 2022

Hyundai Motor seldi nærri 519 þúsund bifreiðar (518.566) á síðasta ári í Evrópu, 0,5% fleiri en 2021.

Mikil eftirspurn eftir rafbílum

Þrátt fyrir að síðasta ár hafi einkennst af ákveðinni óvissu á bílaiðnaði hélt Hyundai Motor áfram að bæta stöðu sína um alla Evrópu og sigrast á flestum meginhindrunum með framúrskarandi vinnu söludeilda fyrirtækisins um alla Evrópu.

Hyundai þriðji vinsælastur á Íslandi

Eins og annars staðar í Evrópu var mikil eftirspurn eftir Hyundai hér á landi á liðnu ári og voru yfir 1.400 bílar nýskráðir árinu, rúmlega 24% fleiri en 2021.

Væntanlegir 2023

Á þessu ári mun Hyundai Motor kynna nokkrar nýjar útgáfur nýrra bíla, þar á meðal alveg nýja útgáfu Hyundai Kona Electric, ICE, HEV og N Line til að mæta mismundandi þörfum viðskiptavina sinna sem búa við fjölbreyttar aðtæður og misþróaða inniviði, hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli.

(fréttatilkynning frá BL)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is