Rolls-Royce veltir fyrir sér að auka framleiðslu á fyrsta rafbílnum

Pantanir er meiri en búist var við á Spectre-bílnum, sem forstjórinn sagði að muni skila hagnaði frá upphafi.

Rolls-Royce mun þurfa að auka framleiðslu á fyrsta rafbílnum sínum ef pantanir halda áfram að streyma inn, sagði forstjóri ofurlúxusmerkisins.

„Við höfum nokkra mánuði til stefnu [áður en framleiðsla hefst], en ef sú þróun heldur áfram þá er ég nokkuð viss um að við þurfum að laga áætlanir okkar.

image

Síðan Rolls-Royce afhjúpaði Spectre í október síðastliðnum hefur hann byggt upp pantanabók sem teygir sig „langt“ inn í 2023, sagði forstjóri Torsten Müller-Ötvös.

Afhendingar á Spectre, sem kemur í stað Wraith sem tveggja dyra bíll fyrirtækisins, hefjast á fjórða ársfjórðungi þessa árs.

image

Spectre verður „þriðja stoð dótturfélags BMW Group“ í sölu á eftir Cullinan jepplingnum og Ghost fólksbifreiðinni, sagði Müller-Ötvös.

Cullinan stóð fyrir um helmingi af metsölu Rolls-Royce, 6.021 á heimsvísu árið 2022, en Ghost nam 25 prósentum, sagði Müller-Ötvös.

image

Spectre mun kosta um 350.000 pund (61,6 milljónir króna), semkvæmt því sem Rolls-Royce hefur gefið til kynna og mun hann vera á verðlagi á milli Cullinan og flaggskipsins Phantom fólksbifreiðarinnar.

Breska lúxusmerkið hefur þegar sagt að bíllinn muni geta ekið 520 km á einni hleðslu vegna stórs rafhlöðupakka og loftaflfræðilegrar yfirbyggingar.

image
image
image

Spectre notar sama „grunn lúxushönnunar“ úr áli og er undirstaða nýjustu bíla vörumerkisins og var hannaður með rafdrifnar drifrásir í huga.

Meðalverð fyrir nýjan Rolls-Royce hækkaði í um hálfa milljón evra árið 2022, tvöföldun vörumerkisins frá því fyrir 10 árum síðan, sagði Müller-Ötvös.

Allir bílar sem fara frá verksmiðju vörumerkisins í Goodwood, Suður-Englandi, eru nú sérsniðnir á einhvern hátt, sem eykur bæði meðalverð og hagnað, bætti forstjórinn við.

(Nick Gibbs - Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is