Snertiskjár í bíl stelur athygli

Einn af hverjum þremur telur að snertiskjár í bílum geri það að verkum að ökumenn sýni minni athygli við aksturinn

Þetta kemur fram í könnun sem Kantar gerði fyrir norska tryggingafélögin Trygg Trafikk og Fremtind.

Að nota snertiskjá er nokkuð sem hefur vakið upp margar spurningar varðandi aukna hættu þegar ökumaðurinn er að líta af veginum til að nota  snertiskjá.

Terje Ringen hjá norsku bílavefsíðunn BilNorge skrifaði athyglisverða grein um notkun á snertiskjá í bílum, og við hjá Bílablogg teljum að þetta eigi alveg við hér á landi líka.

Rannsóknir á notkun snertiskjáa

Yfir 40 prósent allra umferðarslysa eru vegna athyglisbrests, samkvæmt Samgönguhagfræðistofnun.

image

Augnskoðun sýnir hvar ökumaðurinn beinir augnaráði sínu í akstri. Punktarnir sýna hvernig augað leitar í akstrinum.  Mynd: Trygg Trafikk.

„Við vonumst til að geta fengið einhver svör við því hversu mikið skjáir í bílum stela athygli frá akstri, það gerum við með því að skrá augnhreyfingar í rannsóknum þar sem ökumenn keyra og fikta um leið á skjánum.

Hefði mátt forðast mörg meiðsli

Árið 2022 hefur Fremtind skráð yfir 73.000 tjónakröfur.

„Oft er um að ræða meiðsli sem auðvelt er að forðast með athygli undir stýri."

Við óttumst að bæði farsímar og skjáir í bílum taki of mikla athygli frá raunverulegum akstri. Þú ættir ekki að horfa á farsímann þinn eða skjá í bílnum í langan tíma áður en þú ekur útaf eða missir viðbragðstímann sem þú þarft til að takast á við atvik.

Mismunandi vinnubrögð hjá bílaframleiðendum

Í dag er mikill munur á mismunandi bílum þegar kemur að fjölda skjáa, staðsetningu aðgerða á skjá og hvaða aðgerðir eru valdar á skjáinn.

„Snertiskjáir í bílum eru komnir til að vera."

Þá þarf að vera hægt að hanna skjátæknina þannig að ekki stafi hætta af notkun hennar í umferðinni.

Helst ætti ekki að vera nauðsynlegt að nota þessa skjái við akstur.

Við vitum allt of lítið um hversu mikilli athygli skjánotkun í bílum stelur af veginum, en eitt er víst að við eigum alltaf að hafa athyglina á umferðinni þegar við keyrum“, segir Johansen.

Helstu niðurstöður úr könnuninni:

    • 73% nota skjáinn 1-5 sinnum í akstri
    • Flestir nota skjáinn oftast til að kveikja/skipta um útvarpsrás
    • 36% telja að skjárinn geri þá athyglislausari í umferðinni

(byggt á frétt á vef BilNorge).

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is