Copen GR er sportbíll frá dótturfyrirtækinu Daihatsu.

image

Litli sportbíllinn Copen frá Daihatsu fær Gazoo Racing uppfærslu með nýjum undirvagni og flottu útliti

Þessi litli tveggja sæta sportbíll, smíðaður samkvæmt japanskri tæknilýsingu „kei bíls“, fær fjölda af uppfærslum í útliti og á undirvagni til að búa til bíl sem myndar upphafspunkt í vaxandi úrvali af gerðarmódelum Toyota í heimi sportbílanna.

Breytingar Toyota á þessum sportbíl dótturfyrirtækisins Daihatsu eru aðallega varðandi upplifun í akstri í brennidepli, ásamt framenda og aðlagaðri hönnun á miðju sem eykur stífni bílsins í akstri. Því er haldið fram að fjöðrunarbreytingar, þ.mt endursvörun fjöðrunar og sérsniðnir höggdeyfar, nái jafnvægi milli mýktar og grips.

image

Rafknúið stýrikerfi Copen hefur verið fínstillt fyrir aukna virkni og því er haldið fram að það bæti viðbragð og auðveldi notkun bílsins að fullu í öllu umhverfi.

image

Hönnunaratriði fela í sér meira áberandi stuðara að framan, hönnun á grilli er innblásin af öðrum Toyota GR gerðum og nýjum BBS sportlegum álfelgum.

image

Þriggja strokka 660cc túrbóvél Copen er enn til staðar og sendir afl til framhjóla í gegnum fimm gíra handskiptan eða sjö gíra CVT gírkassa.

image

Bíllinn er sem stendur ekki tiltækur utan Japans og innanlandsverð byrjar frá 2.380.000 jenum, jafnvirði um það bil 2.735.096 íslenskra króna.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is