Reynsluakstur: Suzuki Across, árgerð 2020
Umboð: Suzuki

Lipur, aflmikill, lítið veghljóð
Fjarlægð í aðgerðahnappa

Tveir ólíkir bílar í einum

Suzuki Across tengitvinnbíllinn er sá nýjasti sem Suzuki bílar hafa bætt í flota sinn hér á landi. Eflaust hafa einhverjir furðað sig á að sjá Toyota RAV4 með Suzuki merki í grilli og afturhlera en er þó ekkert dularfullt við það. Across og RAV4 er á meðal þess sem komið hefur út úr samstarfi framleiðendanna tveggja og nánar má lesa um það hér.

image

Glæsilegur Suzuki Across PHEV.

Ég ætla ekkert að fara í launkofa með þá skoðun mína að Across þykir mér sniðugur bíll og mun ég útskýra hvernig sú skoðun varð niðurstaða þessa reynsluaksturs.

306 hestöfl og umhverfisvænn

Across er sem fyrr segir tengitvinnbíll. Hann er 306 hestöfl og hér er uppskriftin:

image

Lipur og aflmikill.

306 hestöfl er prýðilegasta útkoma að mínu mati! Bíllinn er 6,0 sek úr 0 í 100 km hraða.

EV/HV stilling er næsti möguleiki; ekið er á rafmagni og bensínvélin kemur sjálfkrafa inn eftir þörfum. Þá er að nefna HV stillinguna en þar styður bensínvélin við hleðslu inn á rafhlöðuna.

Hér er alveg gráupplagt að vísa í aðra grein á Bílabloggi þar sem tæknilegir þættir tengitvinnkerfa eru úskýrðir.

Eiginleikarnir sem í ljós komu

Nú hefur verið stiklað á stóru um tæknileg atriði og þá er komið að því skemmtilegasta: Hvernig ég heillaðist af tveimur bílum í einum og sama reynsluakstrinum!

image

Eyðslan var að jafnaði 6,3 L/100 km en rauk vissulega upp þegar aðeins var gefið í.

Þá er það næsta akstursstilling sem Across býr yfir og er hún hefðbundin (Normal stilling). Svo sem ekkert meira um það að segja.

Svo kom skemmtilegur og eldsprækur bíll í ljós þegar Sport stillingin var notuð. Vá! Þetta var æðislega skemmtileg upplifun því þetta er svo gjörólíkt. ECO stillingin er rosalega vel hugsuð og frábært að nýta hana innanbæjar og eins mikið og mögulegt er. Síðan er það þessi virkilega lipri bíll, eins konar felusportari! Gripið náttúrulega frábært og ekki amalegt að geta „svissað“ yfir í nánast allt annan bíl.

Eyðslan var að jafnaði 6,3 L/100 km en rauk vissulega upp þegar aðeins var gefið í. Þá sáust hærri tölur sem ekki eru marktækar þar sem maður leikur sér auðvitað ekki eins og asni í umferðinni!

image

Hljóðvistin í Suzuki Across er einstaklega góð og lítið sem ekkert veghljóð heyrist inn í bílinn.

Þarf ekki kallkerfi til að eiga samskipti

Við fjölskyldan tölum iðulega mikið saman þegar við förum í bíltúr. Nema þegar fréttir eru. Þá er oft „skrúfað frá“ útvarpinu (eins og afi sagði alltaf).

Sá sem situr aftur í bílnum á það til að detta hratt og örugglega út úr samtalinu (oftast sonurinn sem er svo óheppinn að þurfa að sitja þar) og missir af öllu því sniðuga sem skemmtilega fólkið í framsætunum ræðir um.

image

Jú, einn ókostur er fjarlægð aðgerðarhnappa frá ökumanni. T.d. miðstöðin, sætishitari og fleira sem virtist í órafjarlægð og truflaði athyglina eilítið.

Í Across var þetta ekki vandamál og segir sonur kampakátur á Reykjanesbrautinni: „Nei sko! Ég heyri í ykkur. Heyrið þið vel í mér líka?“ Og jú, það gerðum við!

Með fangið fullt að opna afturhlera

Sjálf þoli ég ekki verslunarferðir og þykir óheyrilega leiðinlegt að brölta á milli búða með pakka og pinkla. Hvað þá að koma að bílnum og þurfa að byrja á því að leggja herlegheitin frá sér til að finna lyklana og opna afturhlerann. Sérstaklega er þetta sóðaverk í slabbi og tilheyrandi saltpækli höfuðborgarsvæðisins um vetur.

Hlýtt stýri og sætishiti fyrir alla

Það er algjör munaður að geta kveikt á stýrishitara. Across er með svoleiðis og það sem meira er; það er hiti í fram- og aftursætum! Það er oft eins og „annað farrýmið“, þ.e. farþegarýmið aftur í, þurfi ekkert að vera notalegt. Það er fúlt ef það er í notkun á annað borð.

image

Í þetta skiptið (gleymdist síðast) prófaði undirrituð að planta sér aftur í og það fór vel um mig. Ekki dvaldi ég þar lengi enda hefði það verið undarlegt í miðjum reynsluakstri en það ætti ekki að væsa um farþega. Svo mikið er víst.

Í heildina litið

Þegar allt kemur til alls þá tókst ekki að finna alvarlega galla á Suzuki Across í þessum reynsluakstri en nokkuð greiðlega gekk að finna kostina. Jú, einn ókostur er fjarlægð aðgerðarhnappa frá ökumanni. T.d. miðstöðin, sætishitari og fleira sem virtist í órafjarlægð og truflaði athyglina eilítið. Ekki skal útiloka að þetta venjist skjótt eins og svo margt annað sem nýtt er.

image

Verðmiðinn á Across er 8.590.000 kr.

Árekstrarvari, blindblettavari, veglínu- og skiltalesari og svo margt annað er í bílnum til að auka öryggi ökumanns og farþega. Rúmgóður er hann og 490 L farangursrýmið ætti t.d. að henta fjölskyldufólki vel.

Verðmiðinn á Across er 8.590.000 kr. Svo við berum saman verð á sambærilegum bílum þá kostar Mitsubishi Outlander PHEV frá 5.190.000 kr. til 6.190.000 kr. Ford Kuga tengitvinnbíll fæst eingöngu framhjóladrifinn og því ekki í sama flokki en sá kostar frá 5.390.000 kr. til 6.490.000 kr. Kia Sorento Hybrid kostar frá 10.390.977 kr. en væntanlegur er á markað Kia Sorento PHEV og liggur verð ekki fyrir.

Ljósmyndir: Óðinn Kári og Malín Brand.

Útfærsla
Drif
Vél
Girkassi
Eldsneyti
Tog-Hö.
Stærð rafhlöðu
Drægni allt að
VERÐ FRÁ.
GLX
Fjórhjóladrif2.5L Sjálfskipting. E-CVT Bensín, Rafmagn227 - 30618.1 kWh75 km
* Eydsla bL akstur ** 0-100 km/klst
Gert með fyrirvara um prentvillur. Suzuki bílar hf áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Vinsamlegast athugið að búnaður á mynd getur verið ólíkur búnaði bílsins.
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is