Reynsluakstur: Lexus ES, árgerð 2020
Umboð: Lexus á Íslandi

Hönnun, eyðsla, aksturseiginleikar
Ekkert Apple Carplay né Android Auto

Einstakur lúxus

Fyrir mér er það afar einfalt hvað kallast góður bíll. Hann er hljóðlátur, vel settur saman, með sterkan og einstakan karakter, einfaldur í umgengni og umfram allt með útlitið með sér. Ég fékk á dögunum Lexus ES til að prófa og hakaði hann í öll þessi box og meira til. En er ég ók um á honum leið mér eins og ég væri konungborinn, því það var bara ég sem ók Lexus ES um borg og enginn annar, sem gefur til kynna að hér er á ferðinni einstakur bíll, sem fáir hafa áttað sig á.

image

Hjarðhegðun er nokkuð algeng hjá Íslendingum. Við verslum allt í stórri sænskri húsgagnaverslun, ökum um á bílum sem nágrannar okkar eiga líka og við flykkjumst öll á sömu fimm staði í heiminum til að slaka á í sumarfríi.

image

Versta við þessa hjarðhegðun er hættan á að við förum á mis við frábæra bíla eins og Lexus ES.

image

Það fer ekki framhjá neinum að Lexus ES er vel hannaður og ágætlega útilítandi bíll eins og þessar fyrstu myndir sýna.

Hljóðlátur og þægilegur

„Í byrjun skal innanrými skoða,“ er setning sem ég hef alltaf í huga þegar kemur að bílnum. Útlitið hans er til að heilla þig til að koma og skoða. Innanrýmið er hins vegar það sem á að heilla þig og láta þig langa til að kaupa bílinn.

image

Mælaborð Lexus ES er vel samsett og hjúpað einstaklega þægilegum efnum. Sérstaklega flott er efnisvalið efst á mælaborðinu þar sem þráðbeina sauma og fallega burstað ál er að finna.

image

Frágangur á öllum smáatriðum er óaðfinnanlegur. Sérstaklega fannst mér flott hvernig Lexus útfærir takkana á hlífinni yfir mælaborðinu sjálfu. Sá sem þarna sést er til að breyta akstursham bílsins en hinum megin var til að slökkva á spólvörninni. Flottast fannst mér þó klukkan, enda ekki margir bílar með gamaldags klukku í mælaborðinu.

Lexus ES er að innan frábær í einu orði sagt. Hér er efnisval alveg til fyrirmyndar og innanrýmið allt er einstaklega góður staður til að vera í.

image

Aftan á bílstjóra og farþegasæti er að finna einskonar geymslupoka. Þar er líka að finna í miðjustokknum næg USB tengi til að hlaða alls kyns snjalltæki.

Byrjum aftur í. Aftursætin eru djúp, þægileg, útbúin ISOFIX festingum og armpúða í miðjunni sem er einn sá flottasti á markaðnum í dag. Leðrið allt í sætunum er í háum gæðaflokki og fótapláss til fyrirmyndar.

image

Miðjustokkurinn opnast á báða vegu, bæði til hægri eða vinstri, og þar inni í er að finna þráðlausa hleðslu.

Frammi í er síðan áframhald á leðrinu góða og efnisvalinu öllu. Framsætin rafknúnu eru þægileg og auðvelt að koma sér vel fyrir. Mér leið oft eins og ég sæti í rafknúnum hægindastól ömmu minnar frekar en í sæti fyrir bílstjóra á bifreið. Beggja megin við bílstjóra- og farþegasætið er síðan gott að koma fyrir olnbogunum og hljóta stuðning undir þá.

image

Útsýni ökumanns og staðsetning hans við stýrið er gott. Best af öllu er þó efnisvalið á stýrinu sjálfu.

Frábært er að þegar að akstri er lokið, eða þú ert að setjast inn í bílinn, þá færir bílstjórasætið sig afturábak og auðveldar þér að ganga inn og út um bílinn.

image

Stórar hurðir og þægileg sæti. Hvað vill maður meira?

image
image

Hér sést betur hversu gott plássið er til að koma sér fyrir undir stýri. Bílstjórasætið færist sjálfkrafa afturábak og er ekkert mál að koma sér vel fyrir.

Mælaborðið er síðan vel sett saman og sver sig vel við aðra Lexus bíla. Afreyingarkerfinu er stjórnað í gegnum snertiflöt, sem svipar til músar á tölvu, og er það nokkuð erfitt í fyrstu að átta sig á virkni þess. Það kemst þó í vana og fyrr en varir ertu farinn að nota það án nokkurra erfiðleika. Það hjálpar mikið hvað skjárinn er stór, skýr og bjartur. Mælaborðið er síðan alveg frábært. Þar er að finna hinn klassíska hring sem einkennir Lexus bílanna. Hann er úr plasti og liggur yfir stafrænum skjá. Það magnaða er að þessi hringur hreyfist svo til að stækka upplýsingaskjáinn ef þess þarf.

image

Lexus ES er útbúinn stærðarinnar skotti. Það rúmar heila 420 lítra, sem hægt er að segja að sé á við fjóra golfpoka.

Ánægulegir aksturseiginleikar

Lexus ES kemur útbúinn fjórðu kynslóð Hybrid kerfis Toyota, enda er Lexus dótturfélag Toyota. Lexus ES fær því 2,5 lítra bensínvél og rafmagnsmótor. Það er þó ekki að finna hleðsluport á bílnum og því þarftu engar áhyggjur að hafa af því að hlaða hann.

image

Undir húddinu á Lexus ES er fjórða kynslóð Hybrid kerfis Toyota og skilar það hröðun upp í 100 km/klst á aðeins 8,9 sek.

Uppgefin eyðsla á þessum bíl er 4,5 l/100km. Hjá mér, í reynsluakstri, í SPORT stillingu, var þessi nærri fimm metra langi bíll að eyða 5,3 l/100km. Það er ótrúleg tala að mínu mati og hef ég aldrei séð svona stóran bíl eyða jafn litlu.

image

Afar hentugt var að hafa fyrir framan sig í framrúðunni hraðann, bæði núverandi og hámarks.

Lexus ES rýkur af stað á ljósum þökk sé Hybrid kerfinu. Hann fer alltaf af stað á rafmagninu einu saman og 2,5 lítra bensínvélir kemur svo inn og skilar sínu. Það eru engir hnökrar í kerfinu og ekkert að finna hvenær kerfið fer áfram á rafmagninu eða bensíninu. Þannig á það að vera í stórri lúxusbifreið eins og þessarri. Þú þarft ekki að hugsa um þetta, bara keyra. Það er reyndar ekkert sem segir að þetta sé hybrid nema þrjár merkingar að utan og eitt pínulítið grænt EV ljós í mælaborðinu.

image

Litla græna ljósið hægra megin í mælaborðinu er það eina sem gefur til kynna að hér sé Hybrid bíll á ferð.

Þú getur ef þú vilt valið á skjánum hvernig krafturinn berst til hjólanna, en það er miklu betra að eyða akstrinum í að fylgjast með einhverju öðru, t.d. því að búið er að ljósmynda ljós sem bæði ögn og bylgja á sama tíma.

image

Framendi Lexus ES er með einu stærsta grilli sem hægt er að fá. Það fer bílnum samt vel og er kröftugt og töff.

Kröftugt og geggjað útlit

Lexus ES bílinn sem er á myndunum sem fylgja þessarri grein er svartur að lit og svartur að innan. Þú getur pantað rautt leður að innan og er það eitthvað sem ég myndi alvarlega íhuga. ES hefur hins vegar útlitið með sér, það er ekki hægt að neita því. Hann er með kröftugar línur og sérstaklega töff finnst mér framendinn. Þar standa út tvö horn sitt hvoru megin við grillið. Línurnar frá þeim fara síðan upp á við í húddið og gefa því ótrúlega kröftugt útlit sem mér finnst vera að segja að undir því sé það að geyma eitthvað gífurlega magnað.

image

Kolsvartur bílinn og dökkar felgurnar komu vel út í fögru frosthörkunni sem var við líði þegar ég tók þessar myndir.

Hliðarnar og afturendinn fylgja þessarri kröftugu hönnun og hefur Lexus ES því ótrúlega beinskeitt og heildstætt útlit. Hann sæmir sér vel á vegi og í borg eða bæjum. Hann hefur kröftuga nærveru og það voru margir sem horfðu á eftir honum þegar ég ók honum.

image

Sama frá hvaða sjónarhorni bílinn er skoðaður fer ekkert á milli mála að hér sé fallegur Lexus á ferð.

image

Lokaorð

Það er erfitt að halda ekki áfram 1.000 orð í viðbót um Lexus ES. Hann er frábærlega útlítandi fólksbíll með geggjuð þægindi um sig allan. Hann er þægilegur í akstri og frábær í umgengni. Hann ber með sér þokka, fágun og umfram allt hljóðlátan lúxus sem fer ekki fram hjá neinum sem prufa hann. Ég mæli með Lexus ES fyrir alla þá sem eru að leita sér að þægilegum, hljóðlátum bíl sem eyðir litlu, hefur sterkt útlit og er öðruvísi en allir hinir bílarnir sem nágrannarnir kaupa sér. Taktu hann svartan, hvítan eða títaníum silfraðan, nú eða rauðan ef þú vilt. Ég mæli svo með útfærslu þar sem þú færð Mark Levinson hljóðkerfið því það er algjör snilld.

image

Helstu tölur:

Verð frá: 8.450.000 (des 2019).

Verð á sýndum bíl: 10.090.000 (des 2019).

Hestöfl: 218.

Uppgefin eyðsla: 4,5 l/100km.

Skott: 420 ltr.

L/B/H: 4.975/1.865/1.445mm.

Útfærsla
Drif
Vél
Girkassi
Eldsneyti
VERÐ FRÁ.
300h Comfort
Framhjóladrif2.5L Sjálfskipting Bensín Hybrid
300h Exe
Framhjóladrif2.5L Sjálfskipting Bensín Hybrid
300h F Sport
Framhjóladrif2.5L Sjálfskipting Bensín Hybrid
300h Luxury
Framhjóladrif2.5L Sjálfskipting Bensín Hybrid
* Eydsla bL akstur ** 0-100 km/klst
Gert með fyrirvara um prentvillur. Lexus Ísland áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Vinsamlegast athugið að búnaður á mynd getur verið ólíkur búnaði bílsins.
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is