Reynsluakstur: Ford Ranger Wildtrak, árgerð 2019
Umboð: Brimborg

Útlit, afl, notagildi og þægindi í akstri
Finnur aðeins fyrir sjálfskiptingunni á lágum hraða

Hentugur í borg og bæ, uppá fjöllum og oní fjörðum

Fyrsta sem ég sagði við sjálfan mig þegar ég settist upp í nýjan Ford Ranger Wildtrak. „Þennan bíl langar mig í“ og fór að velta fyrir mér fjármögnun. Þessi nýi Ford Ranger markar tímamót í flokki fjórhjóladrifinna pallbíla.  Bíllinn sem við prófuðum er af Wildtrak gerð sem er búinn 213 hestafla, tveggja túrbínu (Bi-turbo) vél sem togar 500 Nm. Ford Ranger Wildtrak er um 2.200 kg. að þyngd og í raun nokkuð léttur sem bíll af þessari gerð. Með þessari nýju vél mætti líkja bílnum við villidýr í árásarham.

image

Glæsilegur fjórhjóladrifinn pallbíll.

Tikkar í fleir box en samkeppnin

Borinn saman við samkeppnina skorar Ford Ranger mun hærra en flestir. Toyota Hilux, Mitsubishi L200 og Nissan Navara eru allir með talsvert aflminni vélar en Fordinn. L200 er þó næstur Ford Ranger Wildtrak en hann kemur með 180 hestafla dísel vél og tog getu upp á 3500 kg. á meðan Toyota Hilux gefur með um 150 hestöfl og Nissan Navara 160 hestöfl en sjálfskiptur er hann 190 hestöfl.  Allir þessir bílar eru með vandaðar díselvélar.

image

Ford Ranger Wildtrak er mjög hagnýtur fjórhjóladrifsbíll sem hentar í borg og bæ, á fjöllum og í sveitum.

Vel búinn staðalbúnaði

Brimborg mun bjóða Ford Ranger í þremur útgáfum en XL útgáfan er þeirra ódýrust og sá bíll kemur með 170 hestafla díselvél sem togar um 420 Nm. Verðið á slíkum bíl í september 2019 er kr. 6.490.000.  Reynsluakstursbíllinn er af Wildtrak gerð og er ótrúlega vel búinn staðalbúnaði.  

image

Falleg innrétting og þægileg sæti einkenna bíla frá Ford. Ford Ranger er engin undantekning.

Kælihólf í miðjustokki þar sem hægt er að geyma nestið fyrir skíðaferðina eða bitann eftir útreiðartúrinn, mjóbaksstilling, tölvustýrð loftkæling, FordPass nettengt samskiptakerfi með appi í símann þinn og þú stillir bílinn í gegnum snjallsímann.

image

Íslenkst leiðsögukerfi, Apple Carplay og Android Auto eru í aðgengilegum 8 tommu snertiskjánum.

Með 8 tommu snertiskjánum tengjum við síðan Apple Carplay og Android Auto og spilum tónlistina í gegnum græjurnar með 6 hátölurum. Hægt er að lesa smáskilaboð af skjánum ef þú tengir símann þinn blátannarbúnaði. Afturí eru síðan tvö 12v tengi fyrir 150 W sem þýðir að þú getur hlaðið fartölvuna þín á ferðinni.  Svo er bara að velja réttu stemninguna fyrir ferðina með því að stilla rétta litinn á innilýsinguna.

Fjöðrun og burðargeta

Ef skoðuð er burðar- og dráttargeta Ford Ranger Wildtrak áttar maður sig á því að Ford hefur umbylt fjöðrun þessara bíla frá fyrri gerðum. Að framan er bíllinn með tvöfalda sjálfstæða fjöðrun en að aftan er öflugt fjaðrakerfi sem virkar topp vel þegar bíllinn er hlaðinn farangri, búnaði eða farmi. Ford Ranger Wildtrak býr yfir 3500 kg. dráttargetu og burðargetan er um 960 kg.

image

Vel upplýstur pallur.

Ford Ranger Wildtrak er flottur jeppi með palli á 18 tommum álfelgum.  Á pallinum er að finna 12v tengil, lýsingu í bitanum fyrir aftan farþegarýmið, farmfestingar og pallurinn er plastklæddur.  Í Raptor útgáfu er síðan læsanlegt lok á pallinum.

image

18 tommu felgur eru staðalbúnaður á Ford Ranger Wildtrak.

Margföld akstursánægja

Já, krafturinn maður, krafturinn. Það vantar nefnilega ekkert upp á aflið í 213 hestafla vélinni í Ford Ranger Wildtrak. Hann liggur sérlega vel á vegi, stýrið er mjög nákvæmt og létt. Tíu gíra sjálfskiptingin er snögg að færa sig fram og til baka í hraðabreytingum og Bi-turbo kerfið virkar fullkomlega.

Túrbínurnar tvær eru misstórar en vinna topp vel saman og skapa þannig átakalausan akstur fyrir bílinn, hvort sem er á hægri keyrslu eða inngjöf á miklum hraða.

image

Það vantar ekkert upp á aflið í 213 hestafla 2 lítra díselvél bílsins.

Sú minni sér um orkuframleiðslu þegar bílnum er ekið á lítilli ferð en sú stærri tekur að sér meira krefjandi verkefni eins og að koma bílnum hraðar um leið og óskað er eftir því í gegnum eldsneytisgjöfina. Það eina sem ef til vill mætti finna að er að tíu gíra sjálfskiptingin lætur ögn finna fyrir sér á lítilli ferð enda um fjölmarga gíra að ræða.

image

Ford Ranger kemur með aurhlífum og svo er hægt að panta dráttarbeisli aukalega.

Ford Ranger Wildtrak er með driflæsingu á afturdrifi og eftirtektarvert er hve bíllinn er mjúkur og beygir vel þrátt fyrir að vera í fjórhjóladrifinu.

image

Vandaður frágangur á palli.

Lágt drif er í boði fyrir erfiðari aðstæður.  Rangerinn er xenon aðalljós með LED lýsingu, LED þokuljós í framstuðara, dökkar rúður í farþegarými, upphitaða framrúðu með regnskynjara og aurhlífar eru aftan á bílnum. Á reynsluakstursbílnum er málmlitur aukabúnaður ásamt dráttarbeisli.

image

Aðgengileg stjórntæki og allt innan seilingar.

Nálægðarskynjarar eru að framan og aftan, kýrskýr bakkmyndavél og bíllinn er búinn TVC kerfi (Torque Vectoring Control) en það er tölvustýrt kerfi sem stýrir aflinu á milli fram og afturdrifs í beygjum og gerir aksturinn í fjórhjóladrifinu mýkri og þægilegri.

image

Ford Ranger Wildtrak er með rafstillanlegt ökumannsæti með bakstuðningi.

Þú getur pantað þinn Ford Ranger í allt að tíu litum. Sá rauði er einstaklega flottur, kallaður Colorado Red, nú eða sá appelsínuguli, Sabre Orange og Ford Performance Blue klikkar heldur ekki. Litir eru reyndar bundnir við gerðir bílanna. Þannig er til dæmis aðeins hægt að fá Sabre Orange litinn í Wildtrak útgáfu.

Helstu mál:

Verð frá: 6.490.000 kr. (Wildtrak reynlusakstursbíll 7.690.000 kr.)

Pallur:

Lengd: 1575 mm

Útfærsla
Drif
Vél
Girkassi
Eldsneyti
Tog-Hö.
VERÐ FRÁ.
Double Cab 4x4 Wildtrak
Fjórhjóladrif2.0L Sjálfskipting. 10 gíra Dísel500 - 213
Double Cab 4x4 Raptor
Fjórhjóladrif2.0L Sjálfskipting. 10 gíra Dísel500 - 213
* Eydsla bL akstur ** 0-100 km/klst
Gert með fyrirvara um prentvillur. Brimborg áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Vinsamlegast athugið að búnaður á mynd getur verið ólíkur búnaði bílsins.
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is