Reynsluakstur: Mercedes Benz EQB 350 4Matic, árgerð 2022
Umboð: Askja

Aksturseiginleikar, fjöðrun, innanrými
Frekar lítil framrúða

Vel heppnaður Mercedes EQB 4Matic

Mercedes-Benz EQB er nýr meðlimur í EQ flóru Mercedes en fyrirtækið ætlar að auka rafbílaúrvalið talsvert á næstu misserum. Við fengum splunkunýjan Mercedes-Benz EQB lánaðan á dögunum og tókum hann í reynsluakstur.

Hannaður með þægindi í huga

Það var kalt í veðri og talsvert hryssingslegt þegar við lögðum í hann á tandurhreinum Mercedes EQB frá Öskju nú skömmu fyrir páska. Við ókum sem leið lá út úr bænum og upp á Hellisheiðina.

Verkefnið var að finna út hvernig væri að aka bílnum á einum af fáum góðum akbrautum í nágrenni borgarinnar – auðvitað á löglegum hraða samt.

image

Benz svipurinn er sterkur á þessum nýja rafmagnsbíl.

Benzinn lætur vel að stjórn og það er unaður að aka bílnum. Í tilfelli EQB erum við með bíl sem byggður er á sama undirvagni og bróðir hans GLB sem er bíll með brunavél. Reyndar notar Mercedes MFA2 undirvagninn fyrir þá rafbíla sem þegar eru komnir, EQA, EQB og EQC. Þetta skapar mun meiri hagkvæmni í framleiðslu.

image

Farangursrýmið opnast vel og þægilegt að hlaða farangri í bílinn.

Verulega þægilegur í akstri

Útkoman er þessi glæsilegi Mercedes EQB sem kemur verulega á óvart. Aksturseiginleikarnir minna meira á að verið sé að aka bíl með brunavél þar sem þyngdarpunkturinn er að framanverðu – þó svo að svo sé ekki – hann er nánast í miðju þessa bíls.

Fjöðrunin er frábær í þetta þungum bíl en þyngdin á fjórhjóladrifsbílnum, 4Matic er rúm 2.3 tonn.

image

Þriðja sætaröðin gefur möguleika á sjö sætum í heildina í Mercedes Benz EQB. Sætin eru felld niður í gólfið á farangursrýminu.

Við vorum með Mercedes-Benz EQB, 350 4Matic. Sá er fjórhjóladrifinn og er því með tvo rafmótora í stað eins ef um er að ræða framdrifsbíl væri að ræða. Slíkur er þó ekki enn í boði hjá Öskju. Byrjunargerðin af bílnum hjá Öskju er 300 4Matic og er sá einnig fjórhjóladrifinn, 4Matic. Að sjálfsögðu er einhver búnaðarmunur á bílunum en aðalmunurinn felst í aflmun.

Skoðum aðeins aflið

Reynsluakstursbíllinn eru um 292 hestöfl og er það vel í lagt fyrir þennan bíl. Í honum eru tveir rafmótorar sem drífa bílinn áfram með afli út í öll hjólin. Um er að ræða tölvustýrt fjórhjóladrif sem stýrir magni afls í hvert hjól eftir átaki.

Hins vegar fannst okkur framrúðan í minni kantinum og gæti pirrað hávaxnari einstaklinga í akstri.

Á móti kemur að sætin er hægt að stilla á fjölmarga vegu þannig að stærð framrúðunnar er ef til vill ekki vandamál.

image

Undir vélarhlífinni leynist sitt lítið af hverju til að koma þessum bíl áfram á rafmagninu einu saman.

Leðurinnréttingin

Það er alvöru leðurinnréttingin í EQB sem betur fer. Hins vegar er það á dagskrá Mercedes að nota ekki dýraleður í framtíðinni í samræmi við tísku nútímans. Sætin eru sérlega þægileg að hætti Mercedes-Benz; halda vel við og seturnar eru langar og ná alveg undir hnésbæturnar.

Inn- og útstig í bílinn er mjög gott bæði að framan og aftan. Svo eru um 20 sentímetrar undir lægsta punkt.

image

Innrétting Mercedes Benz EQB er í sérflokki.

image

Hér erum við að tala um alvöru leður.

Möguleiki á sjö sætum

Þjóðverjarnir hafa komið fyrir tveimur sætum í farangursgeymslunni en þau falla ofan í gólfið á henni. Það minnkar frekar lítið farangursrými úr 495 lítrum og niður í 435 lítra. Þessi tvö sæti eru að sjálfsögðu hugsuð fyrir smáfólkið eða mjög lipra einstaklinga.

Svo er spurning hvort þetta farangursrými mætti ekki vera örlítið stærra í bíl í þessum flokki.

Ekki síður vegna þess að pláss inni í farþegarýminu er mjög gott og þar fer ágætlega um þrjá fullorðna og ökumann og eflaust í góðu lagi að bjóða fimmta einstaklingnum með í styttri ferðir.

image

Bíllinn er búinn MBUX kerfi Mercedes Benz og það lærir á þig ekki síður en ökumaðurinn á það.

image

Þú stýrir flestum aðgerðum með fingrinum í gegnum lítið músarborð sem staðsett er á milli framsætanna.

Drægni

Mercedes segir bílinn komast allt að 474 kílómetrum við bestu aðstæður skv. WLTP staðlinum. Það á við um bíl með framdrifinu. Þeir bílar sem í boði eru hjá Öskju eru fjórhjóaldrifnar gerðir og þær eiga að komast um 420 kílómetra skv. WLTP staðlinum. Skv. EV-Database er raundrægni um 330 kílómetrar í borgarakstri og frekar köldu veðri.

image

Lofttúðurnar setja virkilega flottan svip á nýjan EQB.

Ef þú ert að spá í rafbíl er líklega skásti kosturinn í hleðslu að hafa aðgang að heimahleðslustöð eða slíkri við vinnustað. Mercedes EQB getur tekið við allt að 100 kW í hraðhleðslustöð en allt að 11 kW í heimahleðslu.

Ef bíllinn er hlaðinn frá 10-80% í hraðhleðslu erum við að tala um 30-40 mínútur.

Það er nú þannig með marga bílaframleiðendur í dag að ódýrasta gerðin er ansi vel búin. Mercedes EQB er þar engin undantekning. Verðið er frá 7.990.000 og upp í 10.090.000.

Sá pakki kostar um 390.000 krónur að auki.

image

Glæsilegt mælaborðið er skýrt.

Mercedes EQB er glæsilegur 100% rafmagnsbíll sem afar gott er að aka. Bíllinn hentar öllum aldurshópum, bæði fjölskyldufólki og þeim sem vilja öruggan og vandaðan bíl í sumarbústaðinn á öllum árstímum.

image

Fjölmargar stillingar eru í stýrinu m.a. fyrir hraðastillir og margmiðlunarkerfi.

Helstu tölur:

Verð frá 7.590.000 kr.

Rafhlaða: 66,5 kWh.

Hestöfl: 228-292.

Tog: 520 Nm.

Dráttargeta: Ekki gefið upp.

Drægni: 419 km.

0-100 km á klst. 6,0 sek.

Farangursgeymsla: 465 lítrar.

CO2: 0 g/km.

Þyngd: 2.175 kg.

L/B/H: 4.684/1.834/1.701mm.

Myndataka og myndvinnsla: Dawid Galiński.

Mercedes-Benz EQB verðlisti
Útfærsla
Drif
Girkassi
Eldsneyti
Tog-Hö.
Stærð rafhlöðu
Drægni allt að
VERÐ FRÁ.
250 Pure
Framhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn385 - 19066.5 kWh473 km
250 Progressive
Framhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn385 - 19066.5 kWh473 km
300 4MATIC Pure
Fjórhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn390 - 22866.5 kWh423 km
300 4MATIC Progressive
Fjórhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn390 - 22866.5 kWh423 km
350 4MATIC Pure
Fjórhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn520 - 29266.5 kWh423 km
250 Power
Framhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn385 - 19066.5 kWh473 km
350 4MATIC Progressive
Fjórhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn520 - 29266.5 kWh423 km
300 4MATIC Power
Fjórhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn390 - 22866.5 kWh423 km
350 4MATIC Power
Fjórhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn520 - 29266.5 kWh423 km
* Eydsla bL akstur ** 0-100 km/klst
Gert með fyrirvara um prentvillur. Askja áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Vinsamlegast athugið að búnaður á mynd getur verið ólíkur búnaði bílsins.
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is