Reynsluakstur: Kia Niro, árgerð 2022
Umboð: Kia á Íslandi

Drægni, hönnun, lítið veghljóð, snjallbúnaður ‍
Verð, ökumannsaðstoðin ráðrík, glasahaldarar víðir, sætisbelti aftur í ekki stillanleg

Kia Niro: Framúrskarandi framvinda

image

Já, og áður en lengra er haldið er rétt að slengja hér fram einu sem fær kannski að malla í undirvitundinni meðan á lestri stendur: CUV = Crossover Utility Vehicle. Ef þetta fær að malla í dálitla stund gæti komið eitthvert snjallyrði á okkar ástkæra og ylhýra. Tilbúið til notkunar! Netfangið mitt er neðst.

Léttist nokkuð og stækkar

Í hinum vestræna heimi þykir léttara betra og á það bæði við um mannfólkið og bíla. Niro er byggður á undirvagni sem heitir K3 (þriðja kynslóð undirvagnsins „K“), og var hægt að gera bílinn rúmlega tuttugu kílóum léttari en forvera hans auk þess sem hann er aðeins lengri og hjólhafið meira.

image

Þar sem þetta er nýr bíll, nýr Niro, þá er kannski algjör óþarfi að bera hann saman við fyrri Niro. Við getum samt rakið söguna í stuttu máli:

Niro sá vinsælasti

Af öllum tegundum fólksbíla hér á landi tímabilið 1.1.2020 til 1.7. 2022 þá er Kia næstefstur á lista á eftir Toyota. Kia er með rétt tæplega 4000 bíla og er Niro er þar mest seldur, eins og sjá má á meðfylgjandi skýringarmynd.

image

Mynd/Samgöngustofa

Hvers vegna hefur Niro notið slíkra vinsælda? Til að svara því er gott að skoða sölu á fleiri mörkuðum til að athuga hvort þetta eigi einungis við um Ísland eða hvort Niro sé svona vinsæll víðar.

Áframhaldandi vinsældir?

Nýr Niro hlýtur að vera bestun á því sem gott þótti og það er nefnilega svo spennandi að sjá hvort fyrirsögnin hér að ofan eigi ekki bara ljómandi vel við: Framúrskarandi framvinda.

image

Þetta byrjaði vel (heimsmet og fleiri met) og áfram gekk það vel með fleiri útfærslum (tengitvinn- og rafútgáfu) og nú er bíllinn orðinn frekar töff í útliti og breytingarnar allar í þá átt sem líklegt er að njóti vinsælda. Það væri rétt framvinda og í takt við þróunina.

Lítum nánar á þættina sem eru líklegir til lukkuvakningar.

Slagorðið „There is a Niro for everyone“ vísar til þess að hægt er að fá bílinn sem rafbíl, tvinn- eða tengitvinnbíl og svo eru litirnir býsna margir. Hægt er að púsla saman hinum ýmsu litum (C pósturinn getur verið í öðrum lit) og möguleikarnir eru fjölmargir.

image

Útlitið vekur eftirtekt. Það veit ég því í Frankfurt var horft á bílinn og meira að segja komu bílakarlar til mín og hrósuðu mér:  rétt eins og ég hefði teiknað bílinn og gert hann svona reffilegan!

image

Þakkaði ég hrósið fyrir annarra hönd en gaman var að sjá og finna  jákvæð viðbrögðin.

Gott „frými“ í rafbílnum

Fyrst ég er byrjuð á orðasuðu þá er ekki seinna vænna að frumsýna nýyrði dagsins. Frými = Frunk. Framrýmið í rafbílum er á ensku kallað „frunk“ og er það samruni orðanna „trunk“ og „front“.

image

Frunk er fallegt orð en undirrituð leggur til orðið frými (fram + rými) tilbúið til notkunar og það án endurgjalds.  

image

Frýmið er ljómandi gott og eins og sjá má á myndunum er hægt að koma ýmsu fyrir í þessu 20 lítra hólfi sem er vel einangrað til að vatn, kusk og annar ósómi komist ekki að snúrum eða hverju því sem sett er í frýmið.

Beint frá bíl

Ég hugsaði um Stratotanker (KC-135) gefa F-16 orrustuþotu eldsneyti á flugi þegar ég skoðaði græjuna í trjónu rafbílsins, en þetta er eins konar millistykki til að hlaða önnur tæki utan bíls eða innan. Það er agalega skakkt að hafa hugsað um eldsneytistankinn fljúgandi (KC-135) í þessu samhengi því óheppilegri getur samlíkingin vart orðið út frá umhverfisvitundarvakningu. En svona er þetta stundum.

image

Kallast þetta Vehicle-to-Device (V2D) en „Beint frá bíl“ hljómar hreint ekki svo galið.  

image

Afar óheppileg samlíking en í það minnsta þá getur Niro verið eins konar orkubú á hjólum sem gefur slöppum rafbílum stuð beint frá bíl. Það má líka stinga einhverju öðru í samband, t.d. hlaupahjólinu, hárþurrkunni (t.d. ef maður er á tjaldstæði og vill vekja alla á sunnudagsmorgni), hrærivél eða jafnvel steypuhrærivél. Mynd/Wikipedia

Fleira gott fyrir alla:

Hraðhleðslutengi fyrir alla hvar sem fólki er plantað í bílinn

Gott fyrir bílstjórann:

Akstursstillingar í stýri (Sport - Eco - Normal - Snow)

Þegar allt kemur til alls

Það var ljómandi skemmtilegt að aka nýjum Niro og hann er verður þeirrar athygli sem hann hefur fengið, verð ég að segja.

image

Með góða drægni og rými sem nýtist vel getur Niro hentað vel fyrir hina ýmsu kaupendur; langintesa og þá sem ekki eru mjög langir. Fjölskyldur, einstaklinga, gamla og unga.

Ljósmyndir: Kia/Malín Brand

Útfærsla
Drif
Girkassi
Eldsneyti
Tog-Hö.
Stærð rafhlöðu
Drægni allt að
VERÐ FRÁ.
Urban
Framhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn255 - 20464.8 kWh460 km
Style
Framhjóladrif Sjálfskipting Rafmagn255 - 20464.8 kWh460 km
* Eydsla bL akstur ** 0-100 km/klst
Gert með fyrirvara um prentvillur. Askja áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Vinsamlegast athugið að búnaður á mynd getur verið ólíkur búnaði bílsins.
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is