Reynsluakstur: Toyota Corolla Cross, árgerð 2023
Umboð: Toyota á Íslandi

Afl, útlit og akstursþægindi
Margmiðlunarkerfi, eyðsla

Nýr Corolla Cross, sprækur sportjepplingur

Það er alltaf einhver sjarmur yfir Toyota finnst mér. Hins vegar hefur mér fundist Toyota sem fyrirtæki haga sér einkennilega í ljós þróunar sem á sér stað í rafbílageiranum.

image

Fallegar línur, náskyldar Yaris Cross og Highlander.

Klúður ofan á klúður varðandi útkomu hins fyrsta 100% rafbíls Toyota hefur komið þeim aðeins niður á kortinu finnst mér.

Fallegur bíll með nægu afli

Þessi Toyota Corolla er samt sem áður að skora hátt hjá okkur. Fallegur bíll með nægu afli án þess að CVT skiptingin ætli að æra mann.

image

Hefðbundinn afturendi.

Tæp 200 hestöflin gera að verkum að nægt afl er á öllu snúningssviði vélarinnar og togið bara nokkuð þokkalegt enda um 190 Nm. (140 lb.ft.).  

Það vekur líka athygli að plássið fyrir stóran ökumann er nægt, loksins í Toyota Corolla. Það hefur verið full lítið pláss fyrir langa leggi í framsætum Corollal síðustu ár.

image

Rafdrifinn hleri.

image

Djúp farangursgeymsla.

Sætin þægileg

Sætin eru þægileg og eru í ætt við það sem Toyota er með í öðrum gerðum. Seturnar svolítið stuttar en það er svo sem ekkert nýtt heldur.

image

Fín sæti í þessum Toyota Corolla Cross.

Hins vegar er hliðarstuðningur betri og setan passar undir venjulegan rass þannig að maður situr ekki upp á köntunum sem eiga að halda við þann líkamshluta.

Virkilega þægilegur í akstri, létt og meðfærilegt stýri og sjónlínan er talsvert há.

Reynsluakstursbíllinn var rauður með sanseringu í lakkinnu, felgurnar koma mjög vel út gefa bílnum flott útlit og þær fylla vel út í hjólaskálarnar.

image

Hurðir opnast ágætlega.

image

Nýtt og öflugra tvinnkerfi

Toyota Corolla Cross er búin fimmtu kynslóðar tvinnkerfi Toyota sem búið er nýjum, aflmeiri og hljóðlátari rafmótorum.

image

Hér er ágætt pláss og eftirtektarvert er hve hátt er til lofts.

Ekkert gefnir fyrir nýjungar

Mælaborðið í þessum bíl hefur ekki fengið neina sérstaka yfirhalningu frá fyrri gerðum nema að stór og stæðilegur margmiðlunarskjárinn stendur hátt uppúr borðinu.

image

Jú, það er stór skjár þarna.

Skjárinn er alveg ágætur en stýrikerfið hefur ekkert breyst – það er ekki einu sinni með heimaskjá þar sem öpp bílsins eru aðgengileg.

Hins vegar getur þú tengt Android Auto og Apple Carplay og þannig verið í þínu vanalega umhverfi í gegnum snjallsímann þinn. Kannski er það bara nóg, spurning hvort bílaiðnaðurinn þarf sjálfur að skaffa öpp þegar flestir tengja orðið síma sína við bílinn.

image

Ekki svo ólíkt og í forverunum. Því að vera að breyta einhverju ef það virkar?

Eyðir svipað og bíll án rafmótors

Mælaborðið er stafrænt og sýnir það helsta sem manni langar að sjá í akstri, svo sem eyðslutölur og afköst. Þetta með eyðslutölurnar kom talsvert á óvart því við ókum bílnum mest í langkeyrslu.

image

Um 16 sm. eru undir lægsta punkt.

Fórum suður með sjó og í túrnum sýndi bíllinn um 7.5 lítra á hverja hundrað kílómetra í eyðslu.

Það er kannski ekkert mikil eldsneytiseyðsla fyrir þetta öflugan bíl og fjórhjóladrifinn líka. En samt hærra en framleiðandinn gefur upp við svipaðar aðstæður.

image

Falleg umgjörð ljósa setur svip sinn á bílinn.

Fullt af öryggisbúnaði

Toyotan er vel búin öryggisbúnaði. Til dæmis er hliðarútstigsvörn sem koma á í veg fyrir slys þegar gengið er um hurðir bílsins.

image

Blái liturinn táknar rafhluta orkukerfisins sem nú er fimmtu kynslóðar.

Illu heilli hefur fólk  gleymt börnum í bílum sínum með hörmulegum afleiðingum.

Farangursgeymslan er bara nokkuð þokkaleg, á reynsluakstursbílnum er rafdrifinn opnun á afturhlera og geymslurýmið er um 433 lítrar. Fínt pláss.

Hannaður til að henta mörgum

Þessi bíll hentar án efa talsvert stórum markhópi. Flottur fjölskyldubíll fyrir vísitölufjölskyldu og frábær kostur fyrir fólk sem vill vera á fjórhjóladrifnum fólksbíl til að komast um borg og bæ á þægilegan máta.

image

Sérlega vel heppnaður Toyota Corolla Cross og hér í fallega rauðum lit.

Vel heppnaður Corolla Cross

Já, Toyota Corolla Cross er bara ansi skemmtilegur bíll. Það er gaman að aka bílnum, hann er kraftmikill og liggur vel. Gott ef að þessi Corolla Cross hefur ekki bara smá karakter.

Helstu tölur:

Verð frá : 6.890.000 kr.

Hestöfl: 197 hö.

Vél: 1.987 rms., fjórir strokkar.

Rafmótor: 83 kW

Tog: 190 Nm.

Eyðsla bl.ak.: 5,6 ltr/100km. (hæsta gildi).

Eigin þyngd: 1.550 kg.

Dráttargeta: 750 kg.

Toyota Corolla Cross verðlisti
Útfærsla
Drif
Vél
Girkassi
Eldsneyti
Tog-Hö.
VERÐ FRÁ.
AWD-i Active
Fjórhjóladrif2.0L Sjálfskipting Bensín Hybrid190 - 197
AWD-i Active+
Fjórhjóladrif2.0L Sjálfskipting Bensín Hybrid190 - 197
AWD-i Luxury
Fjórhjóladrif2.0L Sjálfskipting Bensín Hybrid190 - 197
AWD-i Luxury Launch Edition
Fjórhjóladrif2.0L Sjálfskipting Bensín Hybrid190 - 197
* Eydsla bL akstur ** 0-100 km/klst
Gert með fyrirvara um prentvillur. Toyota á Íslandi áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Vinsamlegast athugið að búnaður á mynd getur verið ólíkur búnaði bílsins.
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is