Framhald á samstarfi Ford og Volkswagen.

Fyrr í sumar skrifuðu félögin um samstarf um þróun og framleiðslu sendibílls í millistærðarflokki sem Ford mum sjá um, einnig um samstarf um pallbíl sem mun verða næsta kynslóð Ranger og Amarok sem Ford mun hafa umsjón með. Einnig var undirritað samstarf um litinn sendibíl sem Volkswagen mun sjá um. Þetta er því stórfrétt úr bílageiranum.

image

Á föstudaginn var einnig skrifað undir samkomulag um samstarf um þróun rafbíla á grunni MEB tækni Volkswagen og talað er um í þessari frétt Autoblog að þetta sé einhver mesta frétt í bílagreininni í áratugi.

Að auki var skrifað undir samstarf um sjálfkeyrandi bíla í samstarfi við Argo AI. Ford fjárfesti í því fyrirtæki fyrir 2 árum og nú kemur Volkswagen inn með hlutafé og sameinar sitt eigið félag sem vann að sömu þróun og verður það Evrópuútibú Argo AI í framhaldi.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is