Frá tölvuskjánum á veginn

Stuttgart. Fyrsti rafdrifni sportbíll Porsche, Taycan, gengst þessar mundir undir lokaprófanir áður en hann fer í framleiðslu síðar á árinu. Á Norðurlöndunum, skammt frá heimskautsbaugi, sannar hann getu sína og aksturhæfni á snjó og ís. Samtímis eru verkfræðingar Porsche að nýta sér sumarhita suðurskautsins til fulls. Í Suður-Afríku eru þeir önnum kafnir við prófanir á aksturgetu bílsins sem og lokaprófunum á endingu afls- og hleðslu. Í Dubai er verið að prófa þolakstur í heitu loftslagi sem og hleðslu rafhlöðu við krefjandi aðstæður. Í þeim 30 löndum sem þessar yfirgripsmiklu prófanir hafa farið fram hefur hitastigið verið frá mínus 30 gráðum og uppí plús 50 gráður.

“Hafandi útbúið tölvulíkön og ítarlegar prófanir í prufubekkjum í upphafi erum við núna komnir á lokastig þessa krefjandi prófunarferils” áréttar varaforseti tegundarinnar, Stefan Weckbach: “Fyrir markaðssetningu Taycan í lok árs munum við hafa ekið um sex milljónir kílómetra heimshorna á milli. Við erum þegar mjög ánægðir með stöðu mála. Taycan mun verða alvöru Porsche.”

Að sjálfsögðu verða rafmagnsbílar hjá Porsche að gangast undir sama prófunarferli og hefðbundnir sportbílar. Auk þess að sannreyna hæfni bílsins sannar ferlið getu bílsins til daglegra nota í öllum mögulegum og ómögulegum aðstæðum. Krefjandi atriði eins og hleðsla rafhlöðu og hitun/kæling driflínu og innanrýmis við krefjandi aðstæður eru einnig stór atriði í ferlinu varðandi rafmagnsbíla. Dæmigert fyrir Porsche – þá er lögð mikil áhersla í þróuninni á aksturshæfni á braut, endurtekningu á hröðun sem og drægni rafhlöðu til daglegra nota.

Yfir 20000 áhugasamir kaupendur

Porsche Taycan verður kynntur í September og markaðssettur í lok árs. Á heimsvísu hafa þegar fleiri en 20000 áhugasamir kaupendur lýst yfir áhuga sínum á kaupi á bílnum með fyrirframgreiðslu.

Það tekur Taycan minna en 3,5 sekúndur að fara úr 0 í 100 kílómetra hraða og drægni rafhlöðunnar eru rúmir 500 kílómetrar (samkvæmt NEDC staðlinum). 800-V kerfi bílsins gerir það að verkum að hægt er að hlaða 100 kílómetra akstri inn á lithium-ion rafhlöður bílsins á einungis fjórum mínútum.

image
image
image

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is