Flottasti Land Cruiserinn er kominn á markað í Suður Afríku

Toyota í Suður Afríku var á dögunum að svipta hlunni af nýrri útgáfu af hinu geysivinsæla Toyota Land Cruiser. Nefnist útgáfan fullu nafni Toyota Land Cruiser 79 4.5D D/C V8 Namib en við köllum hana héðan í frá Land Cruiser Namib.

image

Namib nafnið kemur frá eyðimörkinni með sama nafn og er búnaður jeppans greinilega með þarfir þeirra sem hugast ferðast um hana í huga.

image

Að utan er nýtt grill framaná með TOYOTA í stórum stöfum, ásamt stórum og þykkum stál stuðara til að hægt sé að ýta við hlutum, ásamt því að hlífar hafa verið settar yfir framljósin og Namib merkingar um allt.

image

Undirvagninn hefur verið tekinn í gegn og er Namib-inn núna með uppfærðri fjöðrun, framleitt af “samþykktum framleiðanda í nánu samstarfi við Toyota”. Undir húddinu er að finna 4.5 lítra díselvél sem skilar 202 hestöflum og 430nm af togi.

Dekkin sem koma á Land Cruiser Namib eru 16 tommu Cooper dekk, en þeim er elfaust hægt að skipta út ef einhver vill fá þau stærri.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is