Vörumerkið Chevrorlet er ekki áberandi hér á landi þessa dagana, en þetta vörumerki á sér langa sögu og því sjálfasagt að fylgjast með því sem menn eru að gera á þeim bænum, og núna í þessu tilfelli – í Kína.

FNR-CarryAll Concept SUV

Innblásin af hinum þekkta Camaro sportbíl, býður FNR-CarryAll humynd að jeppa upp á endurkomu kraftmikilli hönnun Chevrolet og nýrri kynslóð hvað varðar hönnun á jeppa sem inniheldur bæði nútímalega og svipmikla þætti.

image

Chevrolet FNR-CarryAll

Þessi nýi hugmyndabíll er 5.000 mm á lengd, breiddin 2.225 mm og hæðin 1.693 mm, ásamt því að hjólhafið er 2,867 mm. Þessar stærðir styðja innra skipulag með sex sjálfstæðum sætum og mikla flutningsgetu.

Monza RS

Fólsbíll í miðlungsstærarflokki, Chevrolet Monza RS, er með öflugri hönnun sem undirstrikar sportlegt útlit og endurspeglar unglegt yfirbrað sem er æskilegt að koma til móts við óskir yngri kaupenda bílsins.

image

Chevrolet Monza RS

Malibu XL Redline

Vinsælasti Chevrolet bíllinn, Malibu hefur nú selst meira en 11 milljón eintökum um allan heim frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1964.

image

Chevrolet Malibu XL Redline

Byggt á nýjustu tækniframförum GM og alþjóðlegu umhverfi miðlungsstærðarbíla, fylgir hinn nýi Malibu XL Redline nýrri kynslóð á Chevrolet með einstökum svörtum og töfrandi rauðum hönnunarþáttum Redline. Þetta gefur tóninn fyrir unglega og sportlega eiginleika.

Corvette C7.R Redline

Corvette C7.R Redline leggur áherslu á tækniflutning GM frá kappasktursbrautinni á götuna. Reynslan frá loftflæðitækni í kappasktri, minni þyngd, endingu, léttvægi og hitastýringu hefur verið flutt beint yfir á fólksbíl frá Chevrolet.

image

Chevrolet Corvette C7.R Redline

Corvette C7.R Redline er með klassískt útlit hönnunar Chevrolet. Silfurlituð yfirbygging með rauðum og svörtum hönnunarþáttum hefur sterka tilvísun til kappaksturs. Rauður stuðarinn, svört hjól með sléttum rauðum lógóum og glæsilegum rauðum línum sem leggja eftir lengd ökutækisins eru sportleg og töff. Svartur afturendinn með Redline merkinu toppar þetta allt, sýnir ástríðu kappakstursbrautarinnar og unglega og sportlega ímynd kappakstursins.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is