Audi bætir framúrstefnulegum sjálfkeyrandi torfærubíl við hugmyndir að rafmagnsbílum

Allar bílasýningar státa af frumsýningum á framúrstefnulegum tilraunabílum og í Frankfurt er greinilega nægt framboð á slíkum ökutækjum, eins og fram kemur á vef Automotive News Europe.

Hugmyndabíllinn er sá fjórði í röð frá Audi sem kannar framtíð rafknúinna ökutækja. Hann kemur í kjölfar Aicon eðalvagns, PB18 e-tron ofurbíls og AI:ME smábíls fyrir þéttbýli.

Sagt er að bíllinn hafi sjálfvirkan aksturshæfileika á 4. stigi, en ökumaðurinn mun samt þurfa að taka við stjórn bílsins þegar honum er ekið utan vega og kortlagningin hættir að aðstoða sjálfaksturinn. Margvíslegar skynjarar aðstoða ökumanninn við að gera erfiðara landslag minna stressandi.

image

Audi segir um AI:Trail quattro hugmyndabílinn sem þeir sýna á bílasýningunni í Frankfurt þessa dagana að hann muni verða „gullstaðallinn“ fyrir öld rafbílsins“.

Audi hannaði bílinn með að í huga að farþegar væru meira að einbeita sér að í útsýninu en bílnum sjálfum og því stækkuðu þeir gluggasvæðið og skar niður fjölda skjáa.

image

Hugmyndin var að skapa „ákaflega tengingu við umhverfið,“ sagði Marc Lichte, yfirmaður hönnunar Audi.

image

Ekki er búist við að hönnunin muni hafa mikla þýðingu fyrir framleiðslubíla í framtíðinni, en hönnun á farþegarými í einu lagi mun verða algengari í framtíðinni samkvæmt því sem Audi segir.

image

„Hönnun á einu rými fyrir farþegar er að verða gullstaðall fyrir öld rafknúinna ökutækja“, sagði Audi í yfirlýsingu.

image

Audi telur að sérstakir bílar eins og AI:Trail quattro sem hannaðir eru með eitt markmið í hug væru hagkvæmir í framtíðinni vegna þess að þeir verða að mestu leyti teknir á leigu frekar en að eiga þá. Þeir verða pantaðir af viðskiptavinum úr flota Audi farartækja og aðlagaðir í gegnum app til að ganga úr skugga um að þættir eins og hljómtæki og sætisstillingar verði halað niður í bílinn áður en hann verður afhentur.

image

Þyngdin er aðeins 1750 kg, bíllinn er tiltölulega léttur fyrir rafknúið ökutæki með næga rafhlöðugetu til að aka 400 til 500 km. Efni eins og koltrefjar, sterkstyrkt stál og ál minnkar þyngdina.

image

Gluggahönnunin með áberandi láréttri línu endurtekur stílbragð sem sést á Aicon og AI:ME hugmyndabílunum sem virkar sem mitti á bílnum og eykur sýnileika farþeganna.

image

Róttækari eru fljúgandi drónaljósin sem lyftast frá þakinu og lýsa upp leiðina fram undan. Þegar þeir eru komnir aftur á þakið hlaðast þeir rafhlöðurnar upp og geta einnig kveikt inniljós. Þessi ljós voru ekki fest á sýningarbílinn í Frankfurt.

image

Innréttingin var markvisst gerð til að vera einföld bæði af stílástæðum og ekki darag úr áhrifum af útsýninu. Aftursætin eru með stíl eins og hengirúm og hægt er að fjarlægja þau úr bílnumtil að nota sem útistóla.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is