Alfa Romeo gefur vísbendingu um nýjan „crossover“ með Tonale hugmyndabílnum í Genf

Tonale hugmyndabíll Alfa Romeo sem sýndur var á dögunum í Genf gefur vísbendingu um einhverskonar „crossover“að sportjeppa sem myndi koma fyrir neðan núverandi Stelvio í framboði Alfa Romeo.

„Tonale sýnir framtíðarþróun vörumerkisins“ sagði Tim Kuniskis, forstjóri Alfa Romeo við frumsýninguna í Genf.

Að því er fram kemur af hálfu Alfa Romeo er markmið Tonale væri að skila bestu aksturshæfni í þessum stærðarflokki og kynna notkun rafmagns í drifbúnaði fyrir vörumerkið.

Hugmyndabíllinn notar nýja tækni tengitvinnbíla, en að öðru leyti gaf Alfa Romeo engar viðbótarupplýsingar um það efni. Að sögn Kuniskis er framleiðsla á bíl byggðum á Tonale lykillinn að framtíðarvöxt vörumerkisins.

Michael Manley, sem er forstjóri móðurfyrirtækis Alfa Romeo, Fiat Chrysler Automobiles, sagði blaðamönnum í Genf að framleiðslan á bílnum mun líklega hefjast á seinni hluta ársins 2020, sem mun hjálpa fyrirtækinu því Alfa Romeo þarf söluaukningu og fleiri nýja bíla að mati sérfræðinga í greininni.

Að sögn Kuniskis forstjóra Alfa Romeo, mun sala „crossover“ bíla á alþjóðlega vísu aukast í 1,4 milljónir bíla á árinu 2021, og þaraf mun Evrópa fá um 600.000 eintök af þeirri sölu.

Franska greiningarfyrirtæki Inovev spáir árlegri framleiðslu sem nemur 70.000 einingum af Tonale. Á síðasta ári smíðaði Alfa Romeo rúmlega 40.000 eintök af Stelvio að sögn fyrirtækisins.

image

Hugmyndabíllinn Tonale frá Alfa Romeo sem sýndur var á dögunum í Genf gefur vísbendingu um nýjan „crossover“ eða sportjeppa sem gæti komið á markað á seinni hluta árs 2020.

image
image
image
image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is