Nýr Peugeot 308 hlaðbakur 2021 væntanlegur fram á sjónarsviðið síðar í þessum mánuði

    • Nýr Peugeot 308 mun fá nýtt útlit, nýtt merki og úrval af blönduðum og tengdum tvinnrænum aflrásummverða heimsfrumsýndur síðar í þessum mánuði.

Fyrri gerðin sló í gegn þegar henni var hleypt af stokkunum 2014, sópaði að sér verðlaunum sem bíll ársis í Evrópu og hóf annað gullaldartímabil fyrir franska vörumerkið. Þegar hann kemur á markað mun nýr 308 gegna lykilhlutverki í að viðhalda sigurgöngu Peugeot þar sem hann keppir við bíla á borð við Ford Focus og nýjasta Volkswagen Golf.

image

Þessi njósnamynd gefur okkur aðeins betri vísbendingu um hvernig nýr bíll mun líta út. Að framan af verður nýtt sett af LED-framljósum og nýju grilli sem ber endurhannaða Peugeot merkið - 308 verður fyrsti bíllinn með nýja merkinu.

Árið 2020 opinberaði þá yfirmaður rafknúinna ökutækja Group PSA, Anne-Lise Richard, nokkra möguleika sem voru á borðinu fyrir Peugeot hvað varðar grunn 308 og aflrásir hans.

„Hægt er að framleiða 308 á báðum kerfunum - e-CMP og EMP2,“ sagði hún. „Svo greinilega gætum við haft bæði PHEV og rafbíl. Ég held að það sé pláss fyrir bæði hjá viðskiptavinum“.

Að sögn Auto Express er tilvísun Richards til tveggja mismunandi kerfa (CMP grunns fyrir minni bíl og stærri EMP2 grunns sem núverandi Peugeot 308 notar) þýðir ekki að nýi bíllinn verði smíðaður á tveimu misunandi grunnplötum. Þess í stað er það vísbending um tæknina sem PSA hefur innan seilingar. E-CMP grunnurinn sem er notaður á nýja Citroen C4, en nýi DS 4 mun nota uppfærða EMP2 grunn hópsins.

Enn á eftir að setja á markað rafknúinn bíl sem byggður er á EMP2 en Peugeot, Citroen og Vauxhall hafa allir afhjúpað meðalstóra rafbíla með því að nota aðlagaða útgáfu af pallinum.

image
image

Peugeot 308 – svona ímyndar teiknari Auto Express sér að nýi bíllinn muni líta út. En það fáum við að vita betur eftir nokkrar vikur.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is