Mercedes undirbýr frumsýningu á EQE rafbíl, keppinaut Tesla Model S

    • Rafknúinn Mercedes EQE verður kynntur á IAA bílasýningunni í München í Þýskalandi

Mercedes-Benz gerir ráð fyrir að frumsýna EQE stóra rafbílinn sem eingöngu notar rafhlöður í september, sagði Ola Kallenius forstjóri.

image

Mercedes EQE frumgerð er hér mynduð í reynsluakstri 14. desember 2020. Mynd: Daimler

Samkvæmt núverandi áætlunum bílaframleiðandans mun Mercedes afhjúpa EQE í IAA í München, sem tekur við af bílasýningunni sem haldin var á tveggja ára fresti í Frankfurt sem stærsta bílasýning Þýskalands.

Framleiðsla EQE hefst í verksmiðju Mercedes í Bremen í Þýskalandi og hefst á seinni hluta ársins. Bíllinn verður einnig smíðaður í Beijing í Kína.

Það eru fáar aðrar upplýsingar um EQE, en forskriftir hans benda til þess, eins og EQS, að hann fái verulega lengra aksturssvið en rafbílar Benz sem byggja á breyttum grunni bíla með brunavélar.

image

Mercedes EQS í felulitum í vetrarprófun.

Reiknað er með að EQS hafi meira en 700 km WLTP aksturssvið, samkvæmt upplýsingum Mercedes. EQS mun rúlla af sama færibandi og S-Class flaggskip fólksbifreiðar í verksmiðju bílaframleiðandans í Sindelfingen, nálægt Stuttgart, frá og með þessu ári. Hann verður einnig framleiddur í verksmiðju Mercedes í Vance, Alabama í Bandaríkjunum, frá og með júní 2022.

Eftirspurn eftir EQC hefur valdið vonbrigðum, en aðeins 20.000 seldust á heimsvísu í fyrra á móti 47.000 eintökum fyrir rafknúna Audi e-tron og e-tron Sportback.

Byggt á athugasemdum sem Kallenius lét falla á fjárhagsráðstefnu Mercedes í síðustu viku, lítur Mercedes á EQE sem beinni keppinaut við Model S og Taycan en EQS. Kallenius sagði að EQS yrði í sínum eigin flokki.

Mercedes hefur sagt að EQS verði fyrsta gerð rafbíla þeirra í Bandaríkjunum.

image

Mercedes-Benz ætlar að setja EQB, lítinn „crossover“ á markað snemma á næsta ári.

Á milli frumsýninga á EQS og EQE mun Mercedes frumsýna hinn litla EQB, rafknúna sportjeppann, sem smíðaður verður í Ungverjalandi. Í síðasta mánuði kynnti vörumerkið síðan EQA. Hann verður smíðaður í Rastatt í Þýskalandi.

EQC, EQA og EQA nota sveigjanlegan grunn sem rúmar rafknúnar drifrásir og hefðbundna brunahreyfla.

image

EQA er með „Black Panel“ grill með stjörnu í miðju. Annað hönnunareinkenni fyrir EQ ökutæki vörumerkisins er samfellda ljósröndin að framan og aftan.

(frétt á Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is