Nýr Hyundai Bayon 2021 mættur

    • Lítill Hyundai Bayon „sportjeppi“ án fjórhjóladrifs frumsýndur og býður upp á nóg af hagkvæmni, skörpu útliti, háþróaðri tækni og er með milda blendingsdrifrás

Sportjeppar vinna stöðugt á í  sölu og þess vegna er Hyundai að styrkja framboðið sitt með nýjum Bayon, litlum „crossover“, sem er áskorandi Renault Captur, Ford Puma og Peugeot 2008.

En við erum ekki að tala um „jeppa“ í þeim skilningi hér, bara að því marki að útlit og hönnun eru með jeppayfirbragði, en aukin veghæð og mörg atriði styðja „jeppatilfinninguna“ þótt ekkert sé fjórhjóladrifið.

Ljósin undirstrika hönnunina

Líkt og á stærri Tucson sportjeppa vörumerkisins er lýsing lykillinn að útlitinu hér, með grönn dagljós fyrir ofan stærri, hallandi aðaleiningarnar. Skörp brot á hliðum bílsins minna líka á stærri bróður hans, en örvarlaga afturljósin - tengd með rönd í fullri breidd - vísa til i20 smábílsins.

image

Aðeins 4,180 mm að lengd og 1,775 mm á breidd eru mál Bayon ekki stór, með minna fótspor en helstu keppinautar þess sem nefndir eru hér að ofan og situr fyrir neðan eigin Kona sportjeppa fyrirtækisins þegar kemur að stærð.

image

Bayon er því nær „súpermini“ í stærð þar sem hann er sömu breidd þó hann sé 140 mm lengri en i20 bíllinn frá kóreska vörumerkinu. Þeir segjast hafa hámarkað umbúðir á nýja krossover-bílnum og losað um 411 lítra af farangursrými og nóg af fótaplássi að innan, með 2.580 mm hjólhaf. Plássið eykst í 1.205 lítra með því að leggja aftursætin niður.

image

„Með skörpu útliti og samþættingu lykilhönnunarþátta sportjeppa frá Hyundai, styrkir Bayon hönnunarstefnu sportjeppa Hyundai,“ sagði sstjórnandi hönnunar hjá Hyundai, Luc Donckerwolke.

image

Nýr Hyundai Bayon: tækni og tenging

Bayon erfir tæknina frá i20-bílnum, með tvær mismunandi uppsetningar upplýsinga- og margmiðlunarskjá. Sá fyrri er átta tommu snertiskjár sem er með Android Auto og þráðlausan Apple CarPlay (sá fyrsti í þessum stærðarflokki, samkvæmt Hyundai), sem notar snjallsímann þinn til að fá leiðsögnina. Hinn kosturinn er 10,25 tommu snertiskjákerfi með innbyggðu leiðsögukerfi, með svipaða tækjatengingu.

image

10,25 tommu stafrænt mælaborð er til staðar, en uppfært Bose hljómkerfi og þráðlaus hleðsla verður einnig á boðstólum, allt eftir stigi búnaðar.

Allar gerðir fá þrjú USB tengi - tvö að framan og eitt að aftan, þannig að farþegar geta haldið tækjum sínum hlöðnum óháð tækinu sem notað er í tengingarskyni.

image

Einnig er boðið upp á tengda leið, sem notar skýjatengda leiðsögn til að fá nánari leiðbeiningar, en upplýsingar um bílastæði munu veita þér verð og framboð á bílastæðum í nágrenninu, þar með talið bílastæði á götum.

Nýr Hyundai Bayon: öryggi

Tækni Bayon nær til þess verndarstigs sem í boði er. Þessi sportjeppi verður líklega notaður af fjölskyldum og því eru til nóg af SmartSense virku öryggiskerfum Hyundai til að vernda farþega. Fullar tæknilýsingar hafa ekki enn verið staðfestar, en þegar kemur að öryggiskerfum segir Hyundai að „mörg þeirra séu þegar innifalin í staðalbúnaðinum“.

image

Einnig er viðvörun farþega í aftursæti sem greinir hreyfingu í aftursætum og lætur bílstjórann vita áður en hann yfirgefur bílinn, en Bayon mun einnig vara þig við að bílar fari á undan þér í biðröð ef þú tekur ekki eftir því .

Nýr Hyundai Bayon: vélar, afköst og CO2

Það kemur ekki á óvart að Bayon deilir miklu af mótorlínu sinni með i20 supermini vörumerkisins, með 1,0 lítra þriggja strokka túrbóvél sem er styrkt með 48 volta mildblendingstækni.

image

Fyrri uppsetningin fjarlægir beina tengingu milli fótstigs kúplingar og kúplingsdisksins sem situr milli vélarinnar og gírkassans og kemur í staðinn fyrir rafræna skynjara og virkjun til að tengja og aftengja kúplinguna.

image

Reynsla þeirra hjá Auto Express af þessu kerfi í i20 er jákvæð, þar sem tæknin bregst við eins og venjuleg handskipting, en kippir vélinni út á snjallan og kveikir á henni þegar þú snertir bremsuna eða inngjöfina.

Það eru þrjár mismunandi akstursstillingar í boði - Eco, Normal og Sport - þar sem sú síðarnefnda er með samsvarandi aðgerð fyrir iMT gírkassann.

Báðar vélarnar bjóða upp á sama tog, eða 172 Nm. 99 hestafla 1.0 T-GDi gerðin kemur bílnum frá 0-100 km/klst á 10,7 sekúndum með sex gíra iMT gírkassanum, en sjö gíra DCT-skiptingin tekur sekúndu lengri tíma til að ná þessu.

image

118 hestafla gerðin er þrjá tíundu úr sekúndu lengur en öflugu systkinin að ná 0-100 km/klst sinnum, bæði í handskiptri og sjálfskiptri stillingu.

Enn liggja ekki fyrir hvenær þessi nýi knái bíll frá Hyundai muni koma á markað í Evrópu og á til hvaða landa, en við göngum út frá því að það verði ekki innan langs tíma.

(byggt á vefsíðu Hyundai og frétt á Auto Express – myndi Hyundai)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is