Nýr rafknúinn Citroen e-Berlingo kynntur með 275 km aksturssvið

    • Nýr Citroen e-Berlingo fjölnotabíll notar sama rafmótor og rafhlöðu og e-Dispatch sendibíllinn

Þetta er nýr Citroen e-Berlingo fjölnotabíil. Hann mun fylgja á eftir e-Berlingo sendibílnum inn í sýningarsalina í október og bjóða upp á nýja samkeppni fyrir Nissan e-NV200 Combi. Verð liggur ekki enn fyrir.

image

E-Berlingo er knúinn af kunnuglegu rafdrifnu aflrás Stellantis samstæðunnar sem er að finna í öllu frá Peugeot e-208 til Opel/Vauxhall Vivaro-e.

Hann er með 50kWh rafhlöðu, sem sendir orku sína í 134 hestafla rafmótor á framás. Aksturssviðið er sagt vera um 275 km.

Eins og allir rafbílar Citroen er e-Berlingo með þrjár stillingar á drifbúnaði: Eco, Normal og Power. Sú fyrsta takmarkar afköst aflrásarinnar við aðeins 80 hestöfl og minnkar afköst í miðstöð og loftkælingu til að hjálpa til við að spara afl. Annað stigið hækkar afl mótorsins í 107 hestöfl, sem Citroen segir að henti best til daglegrar notkunar.

image
image

Aflstillingin eða „Power“ opnar á öll 134 hestöflin í akstrinum, sem Citroen segir að sé gagnlegt þegar þú ert með mikið álag. Það er líka fjórða stillingin fyrir aflrásina til staðar. Þessi 'B'-stilling nýtir endurnýjun raforku frá hemlun að svo miklu leyti að þú þarft sjaldan að nóta fótstig hemla í akstrunum.

image
image

Þar sem rafhlaðan er sett undir gólf fjölnotabílsins, býður e-Berlingo upp á sama rými og Berlingo gerðir með brunahreyfla.

Bíllinn er einnig fáanlegur í tveimur stærðum. Fimm sæta gerðin með stutt hjólhaf er með 775 lítra farangursrými, en samsvarandi XL afbrigði af hjólhafi getur gleypt allt að 1.050 lítra. Síðari valkosturinn er einnig hægt að tilgreina með sætum í þriðju röð sem hæt er að fjarlægja.

image
image

Það að skipta yfir í rafknúið drif hefur ekki breytt útliti Berlingo. Það er nokkur fersk blá áherslumerki að utan og á inntaki framan á MPV, auk nokkurra einkennismerkja til aðgreiningar frá venjulegum Berlingo.

Að innan fá kaupendur sérstaka rafbíla gírskiptingu Citroen ásamt átta tommu upplýsingakerfi og 10 tommu stafrænu mælaborði. Upplýsingakerfið er einnig með sérstakan valmynd sem sýnir upplýsingar um orkunotkun aflrásarinnar, hemlun til endurnýjunar og eftirstandandi hleðslu rafhlöðunnar.

(frétt á Auto Express – myndir Citroen)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is