Hyundai nýtir möguleika næstu kynslóðar rafbíla með Ioniq 5

Nýi Ioniq 5 rafknúni krossover-bíllinn frá Hyundai lofar góðri hröðun, rúmgóðu innanrými og framúrstefnulegu stafrænu mælaborði - í einu orði sagt, allt sem er í nútíma rafbíl.

image

Ioniq 5 er með fyrstu útgáfuna af skeljalaga vélarhlíf frá Hyundai sem lágmarkar eyður í yfirbygginunni til að fá sem best loftflæði. Framstuðarinn er skilgreindur með V-lögun sem inniheldur dagljós. Þessir litlu ljóspunkta klasar birtast einnig aftast í ökutækinu.

Millistærðin er svar Hyundai við Tesla og vaxandi fjöldi keppinauta sem flæða inn í samkeppni rafbíla.

image

Ioniq 5 stendur greinilega jafn mikið fyrir útlitið og tæknina.

Ioniq 5 fær fyrstu skeljalaga vélarhlífina frá Hyundai Motor Group, sem lágmarkar glufur á yfirbyggingunni en bætir loftflæðið. Dagljósin búa til nýja V-laga ljósalínu, og á hliðinni, mynda innfelld hurðarhandföng svolítið Tesla-yfirbragð. Hreina, kantaða hönnunin að utan með stutt yfirhangi og löngu hjólhafi er ætlað að undirstrika auðkenni rafbílsins.

Sportleg hönnun

Ioniq 5 er einnig fáanlegur með „supersize“ 20 tommu felgum til að gefa sérstakt og sportlegt útlit.

image

Ásamt sléttu gólfi er markmiðið mjög sérhannaðar innréttingar.

Hjólhafið er í raun lengra en á flaggskipi Hyundai, Palisade crossover. Og Hyundai segir að skipulagið hjálpi til við að skila innanrými bílsins yfir í sér stærri bíla.

Báðir aflpakkar eru fáanlegir í annaðhvort tveggja hjóla eða fjórhjóladrifs útgáfum.

image

Drifrásin fær mótor að framan og aftan fyrir samanlagt afköst allt að 225 kílóvöttum; í tveggja hjóla útgáfu er aðeins með mótor að aftan, með afköstum annaðhvort 160 kílóvött eða 125 kílóvött, allt eftir rafhlöðunni.

185 km hámarkshraði og 480 km aksturssvið

Allar útgáfur af Ioniq 5 eru með hámarkshraða sem nemur 185 km/klst. Hvað varðar afköst nær stóra rafhlaðan, í fjórhjóladrifsútgáfunni, 0 til 100 km/klst á 5,2 sekúndum.

image

Þegar kemur að aksturssviðinu er Ioniq 5, með stærri rafhlöðunni og einum mótor að skila allt að 480 kílómetrum á fullri hleðslu.

Sú tala er dregin af evrópska staðlinum, „Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure“, og er talin betri en bandaríski staðallinn sem EPA setur.

Betri hraðhleðsla

Ioniq 5 getur stutt bæði 400 volta og 800 volta hleðslu, sem þýðir að hér er gert ráð fyrir betri hraðhleðslu. Með 350 kílóvatta hleðslutæki getur ökutækið endurhlaðið frá 10 til 80 prósent á 18 mínútum. Fimm mínútna hleðsla veitir 100 kílómetra akstursvegalengd, sagði Hyundai.

Ioniq 5 byggir á nýjum, sérstökum rafknúnum grunni sem Hyundai Motor Group kynnir fyrir Hyundai, Kia og Genesis vörumerkin. Kallað e-GMP, stytting á „Electric-Global Modular Platform“, og mun styðja framleiðandann í að selja 1 milljón rafbíla um allan heim árið 2025.

image

Það markmið mun ná til 23 rafknúinna gerða, þar á meðal afleiðna á rafbílum af gerðum sem einnig eru í boði með brunahreyflum. Ioniq 5 er fyrsta e-GMP nafnmerkið, en síðar á þessu ári mun Kia fylgja með eigin e-GMP crossover-bíl, kallaður CV. Hyundai vörumerkið ætlar að stækka línu rafbíla með Ioniq 6, rafknúnum fólksbíl, og Ioniq 7, stórum rafknúnum krossover.

Kemur í sölu á miðju ári

Hyundai gerir ráð fyrir að selja 70.000 Ioniq 5 ökutæki á þessu ári og 100.000 árlega frá og með 2022, sagði forstjóri Jaehoon Chang. Um 40 prósent af sölunni koma frá Evrópu og búist er við að um 30 prósent komi frá Norður-Ameríku.

(Automotive News Europe – myndir frá Hyundai)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is