Nýr Skoda Enyaq iV SportLine bætist við í framboði rafdrifna sportjeppans

    • SportLine útlit hins rafknúna Skoda Enyaq iV bætir við sportlegra útliti, stærri felgum og fleiri útlitsatriðum

Skoda hefur bætt við nýju SportLine útliti í Enyaq iV rafknúna sportjeppanum sínum, sem aðeins notar rafhlöður, með lægri og sportlegri undirvagni, 20 tommu álfelgum og nóg af svörtum útlitsatriðum.

image

Gljáandi skrautlisti er um grillið, svart undirstrikar stuðara að framan og aftan, hús hliðarspegla, gluggalínur, merkið og vindskeið að aftan.

image

Að innan fær Skoda Enyaq iV SportLine par af nýjum sætum sem bjóða upp á meiri stuðning, þriggja pílára fjölvirkt stýri og kolefnatrefjar í innréttingunni.

Lægri undirvagn

SportLine undirvagninn hefur verið lækkaður um 15 mm að framan og 10 mm að aftan, þannig að þó að hann sé ekki fullkomin útfærsla hraðakstursbíls, þá ætti þetta að lækka þyngdarpunkt Enyaq til að fá aðeins betri aksturseiginleika.

Tveir rafmótorar = aldrif

Kaupendur sem vilja meiri afköst geta valið Enyaq iV 80x, sem er með tveimur rafmótorum fyrir aldrif, sem býður upp á alls 261 hestafl og togið er 425 Nm. Skoda fullyrðir að drægnin sé um 520 km á milli þess að það þurfi að hlaða.

image

Enyaq SportLine fær stærri álfelgur og LED framljós eru staðalbúnaður.

Skoda á ennþá eftir að tilkynna verðlagningu á nýja Enyaq iV SportLine.

(byggt á frétt á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is