Land Rover Defender snýr aftur í gamla útlitinu sem öflugur torfærujeppi

Nick Gibbs hjá Automotive News Europe fræðir okkur á því í frétt að hinn upprunalegi Land Rover Defender muni snúa aftur á næsta ári sem öflugur torfærubíll smíðaður af Bowler-deild Jaguar Land Rover, sem sérhæfir sig í rallakstri.

image

CSP 575 líkist gamla 110-jeppanum með lengar hjólhafinu, en er með breiðari brettakanta fyrir dekkin sem eru breiðari og stærri ásamt því að sporvíddin er meiri en var á upprunalega bílnum. – mynd Jaguar Land Rover.

Endanleg gerð til aksturs á vegum mun vera á sérsniðnum grunni og er með yfirbyggingu sem líkst mjög 110-bílnum sem fór úr framleiðslu 2016.

Fjögurra sæta bíllinn mun heita CSP 575 eftir bæði rallý-stál undirvagn sem hann situr á og 575 hestafla afköstum 5,0 lítra V-8 forþjöppuvélar JLR.

image

Bowler Defender, sem situr á sérsniðinni stálgrind fyrir rallakstur, er með 567 hestöfl úr 5,0 lítra V-8 forþjöppuvél JLR. – mynd Jaguar Land Rover.

Bowler hefur búið til torfærubíla síðan 1985 og notaði bíla Land Rover að miklu leyti sem grunn..

Fyrirtækið var keypt af Land Rover í lok síðasta árs og er hluti af sérsmíðadeild JLR, sem almennt er kölluð SVO. CSP 575 verður fyrsta nýja gerðin sem Bowler framleiðir, eftir að fyrirtækið komst í eigu JLR.

Bowler heldur áfram að búa til torfærubíla til rallýaksturs í bækistöð sinni í Belper, Derbyshire, á miðju Englandi.

image

CSP 575 verður eingöngu seldur í Evrópu og kostar um 200.000 pund (um 36,1 milljón króna) á Bretlandi. – mynd Jaguar Land Rover.

Nýi bíllinn verður upphaflega seldur aðeins í Evrópu, sagði Land Rover og mun kosta um 200.000 pund (um 36,1 milljón króna) á Bretlandi.

Gerðin verður smíðað í „mjög litlu magni,“ sagði Land Rover án þess að nefna neina tölu.

Augljósustu viðbæturnar eru breiðir brettakantar til að fela stærri dekk og breiðari sporvídd samanborið við venjulegu Defender gerðirnar.

Land Rover lofaði að bíllinn væri með „öflug afköst“.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is