Bíllinn sem breytti sögunni

Ford Model T - 1908-1927

Þegar farið er um netheima má finna endalausar frásagnir um gamla bíla og hvernig þeir urðu til. Sumir bílar setja svip sinn á bílasöguna aðrir fóru langt umfram það til að breyta sögunni í grundvallaratriðum. Model T sem Henry Ford skapaði er ákveðið dæmi um hið síðarnefnda.

Eins og hann orðaði það: „Ég mun smíða bíl fyrir fjöldann“.

Og hann bætti við: „Hann verður nógu stór fyrir fjölskylduna en nógu lítið til að einstaklingurinn geti átt hann og sinnt honum. Hann verður smíðaður af bestu efnum, af bestu mönnunum sem ráðnir verða, eftir einföldustu hönnun sem nútíma verkfræði getur hugsað sér.

Ford hneykslaði viðskiptalífið þegar hann hækkaði laun verksmiðjufólksins í 5 dollara á dag, nóg til að þeir hefðu efni á að kaupa bíla hans. Um fimmtán milljónir bíla Ford T voru seldir áður en framleiðslu var hætt árið 1927 því þá var skipt yfir í Ford Model A.

image

Henry Ford og sköpunarverk hans sem breytti heiminum- Ford Model T.

Áætlun Henrys vann frábærlega vel og gerði Model T einn farsælasta bíl sem smíðaður hefur verið hvað varðar sölu, með yfir 15 milljónir seldar. Einföld hönnun Model T gerði það vel til þess fallið að landbúnaðarland náði nokkuð vel að fóta sig inn í nútímann.

Á árunum 1908-14 var Model T í boði með vali á gráum, rauðum eða grænum litum.

Árið 1912 voru allir málaðir bláir með svörtum skítbrettum. Frá 1913 var svarti eini liturinn sem boðið var upp á. Ford valdi svart því sá litur (og lakk) var fljótast að þorna.

image

1919 Ford Model T „Pickup“.

image

1924-1925 Ford T Roadster.

image

Ford Model T með raðnúmerið 15.000.000, smíðaður í maí 1927.

image

1924 Ford Model T Touring.

image

Færiböndin gerðu raðsmíði á Ford Model T mögulega árið 1913.

image

Henry Ford er hér í 15-milljónasta Model-T.

image

Ford-Model-T á götu.

Skemmtilegar staðreyndir um Ford Model T

    • Árið 1914 var Ford að smíða fleiri bíla en allir aðrir bílaframleiðendur samanlagt.
    • Skiptvélar fyrir Model T voru áfram í framleiðslu þar til seint á árinu 1941.
    • Síðasti Model T var smíðaður árið 2002 þegar Ford Motor Company smíðaði sex bíla sem hluta af aldarafmælinu.
    • Yfirbygging bílsins var með ramma úr harðviði. „Kingsford Charcoal Company „var stofnað til að endurvinna tréúrgang sem verð til eftir í framleiðslu á Model T og búa til viðarkol.
    • Fjögurra strokka vél bílsins framleiddi 20 hestöfl.
    • Hámarkshraðinn var 70 km/klst.
    • Það voru ekki almennilegar bremsur á hjólunum, bara bremsa á vélinni.
    • Árið 1925 var Ford að smíða 9.000 Model T á dag.
    • Þegar tíu milljónasti Model T var smíðaður var helmingur allra bíla heimsins frá Ford.

Ford bjóst við að smíða Model T með stigvaxandi endurbótum langt inn í framtíðina. Svo kom Chevrolet með fullkomnari bíl á aðeins hærra verði.

Ford rak stjórnandann sem lagði fyrst til að fara frá Model T og byrja upp á nýtt, en minnkandi sala sannfærði hann að lokum um að hætta með Model T og kynna alveg nýja gerð, sem varð þekkt sem Model A.

Fyrsti Ford T-bíllinn kom til Íslands sumarið 1913

Eftir nokkrara frekar misheppnaðar tilraunir til að flytja inn bíla til Íslands sameinuðust nokkrir Íslendingar í Vesturheimi árið 1913 um að kaupa Fordbíl og flytja til Islands. Var þetta gert að tilstuðlan séra Jakobs O. Lárussonar sem þá gegndi prestsþjónustu í Íslendingabyggðunum fyrir vestan.

Þessi fyrsti Ford-bíll kom til landsins 20. júní 1913, eða sama dag og Thomsens-bíllinn hafði komið níu árum áður.

Með bílnum komu tveir þeirra manna sem bundist höfðu samtökum um kaupin, þeir Sveinn Oddsson og Jón Sigmundsson. Var bíllinn kenndur við Svein upp frá því.

(byggt á grein á vef curbside.tv og DV Bílum 1984)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is