Allar nýjar gerðir Nissan á lykilmörkuðum verði rafvæddar um 2030

Japanski bílaframleiðandinn Nissan segir að allir nýir bílar þeirra á lykilmörkuðum verði rafvæddir um 2030, sem hluti af viðleitni bílaframleiðandans til að ná kolefnishlutleysi árið 2050.

Fyrirtækið, sem ætlar að ná til markaða í Japan, Kína, Bandaríkjunum og Evrópu, sagðist ætla að fylgja eftir nýjungum á rafhlöðum, þar með talið með “solid-state“ rafgeymum, og þróa frekar e-POWER tvinntækni sína til að ná fram meiri orkunýtni.

image

Nissan var snemma frumkvöðull að rafvæðingu með gerðum eins og Leaf EV.

„Við erum staðráðin í að hjálpa til við að skapa kolefnishlutlaust samfélag og flýta fyrir alþjóðlegu átaki gegn loftslagsbreytingum,“ sagði Makoto Uchida, forstjóri Nissan.

Áætlanir Nissan koma fram samhliða því að bílaframleiðendur á heimsvísu eru að hverfa frá dísilbifreiðum yfir í rafmagns- og tvinnbíla, en Japan stefnir að því að útrýma sölu nýrra bensínknúinna ökutækja um miðjan 20. áratuginn og færast yfir í ökutæki, blendinga og vetnisbíla.

Japan lagði fram græna vaxtarstefnu á síðasta ári sem innihélt hugmyndir um að hjálpa til við að ná kolefnishlutlausu markmiði árið 2050.

Japan er að endurskoða orkustefnu sína, þar sem endurnýjanleg orka var 18 prósent í orkusamsetningu landsins á ári, en því tímabili lauk í mars 2020,

(Reuters)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is