Sérsmíðaður líkbíll beið í 18 ár

    • Sérsniðinn líkbíll Land Rover hannaður af Filippusi hertoga af Edinborg fyrir hans eigin jarðarför
    • Hertoginn byrjaði að hanna líkbílinn með Land Rover árið 2003 - síðasta aðlögun gerð árið 2019

Filippus prins hannaði sinn eigin sérsniðna líkbíl frá Land Rover og verkefnið spannaði 16 ár þar sem hertoginn gerði breytingar, þar á meðal óskaði hann eftir að bíllinn yrði málaður aftur og það í hergrænum lit.

Hann kom líka með opna toppinn að aftan og sérstakar „festingar“ til að halda kistunni örugglega á sínum stað.

Þessi breytti Land Rover Defender TD5 130 var kynntur á dögunum [ath. grein frá 17. apríl 2021] í fyrsta skipti, tveimur dögum fyrir lokakveðju hertogans frá St George kapellunni í Windsor kastala.

Byrjaði á verkefninu ári 2003

Hann byrjaði fyrst á þessu langtímaverkefni, að búa til sérsniðinn líkbíl í samvinnu við Land Rover, árið 2003, árið sem Filippus varð 82 ára.

Filippus prins, sem lést 99 ára gamall í Windsor-kastala föstudaginn 9. apríl 2021, gerði síðustu breytingarnar á ökutækinu árið 2019; árið sem hann varð 98 ára.

Defender-jeppinn var framleiddur í verksmiðju Land Rover í Solihull árið 2003 og Filippus hafði umsjón með breytingunum, í samvinnu við fyrirtækið, á öllum árunum þar á milli.

Lét breyta um lit

Hertoginn, sem þjónaði með ágætum í síðari heimsstyrjöldinni og hélt sérstök samtök með öllum hernum, bað um að upphaflegu yfirbyggingunni í Belize Green yrði breytt í Dark Bronze Green, lit sem notaður var fyrir marga herbíla Land Rovers.

image

Hinn breytti Land Rover Defender TD5 130 sem notaður var til að flytja kistu hertogans af Edinborg.

image

Hinn breytti Land Rover Defender TD5 130 - Prinsinn vann að verkefninu í 16 ár. Hann hannaði einnig opna efsta hluta að aftan, þar sem kistan hans mun hvíla, gerð nákvæmlega eins og hann fyrirskipaði, þ.m.t. gúmmígrip á silfurpinnum sem kallast „stopp“ eða „tappar“ sem gegna því mikilvæga hlutverki að koma í veg fyrir að kistan hreyfist.

Thierry Bollore, framkvæmdastjóri Jaguar Land Rover, sagði að fyrirtækið hefði „notið þeirra forréttinda að vera í ánægjulegum samskiptum við hertogann í Edinborg í marga áratugi“.

image

Ökutækið gegndi hlutverki sínu við útförina laugardaginn 17. apríl 2021.

Land Rover hefur ávallt skipað stóran sess í fjölskyldu drottningarinnar. Hér situr Elísabet II drottning í framsæti Land-Rover bifreiðar þar sem eiginmaður hennar, hertoginn af Edinborg, ekur á lóð Windsor Great Park í London, Englandi, 19. maí 1955.

image

LandRover-bíllinn fór með kistu Filippusar í hægri göngu frá ríkisinngangi Windsor-kastala um lóðina að vestur tröppum St George-kapellu. Á eftir gengu prinsinn af Wales og aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar.

Upprunalega hefði Land Rover-bíllinn átt að flytja hertogann 22 mílna leið frá Wellington Arch í miðborg Lundúna til Windsor, en heimsfaraldur kórónaveiru breytti þeim áformum um herlegheitin til heiðurs Filippusi um götur bæði í höfuðborginni og Berkshire bænum.

Margra ára undirbúningur

Áætlanir um útför Filippusar - sem hafði vinnuheitið Forth Bridge - hafa verið til í mörg ár og voru uppfærðar og endurskoðaðar reglulega af starfsfólki Buckinghamhallar í samráði við drottninguna og hertogann.

Þessu skylt: 

[Greinin birtist fyrst þann 17. apríl 2001]

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is