Árið 1900 var greint frá tæki nokkru í blaðinu Ísafold. Tækið, bifreið, var eitthvað sem þurfti að gefa nafn til að hægt væri að fjalla um það og skrifaði greinarhöfundur:

Spera þessi hefur án efa þótt æði „flippaður“ að skrifa heila bók um þetta efni um 1900.

Bjó Klettafjallaskáldið „bifreiðina“ til?

Ótrúlegt en satt þá hafði „bráðabirgða-nýyrðið“ bifreið verið til í heil tuttugu ár þegar þetta var skrifað! Stephan G. Stephansson, Klettafjallaskáldið sjálft, notaði orðið bifreið fyrstur manna. Það var árið 1880 í kvæði sem finna má í Andvökum I. Samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er þetta elsta heimild um notkun orðsins í riti.

Furðuverk er með braki og brestum fór

Fjórum árum eftir að lýsingar á fyrirbærinu birtust í hinu merka blaði Ísafold, eða árið 1904, sást eitt slíkt, þ.e. bifreið, í Reykjavík. Ditlev Thomsen kaupmaður og konsúll tók „að aka um götur bæarins á bifreið sinni. Þirptist að múgur og margmenni til þess að sjá þetta furðuverk og þreittu götusveinar kappskeið við reiðina,“ segir í blaðinu Ingólfi í júnímánuði 1904.  

Varla hefur bifreiðin farið mjög hratt, enda fóru piltar í kapp við hana! Leist mönnum misvel á farartækið, enda ekkert slíkt sést áður á landinu. Var því meira að segja líkt við farkost úr goðafræðinni! En sá var raunar dreginn af tveimur höfrum; Tanngnjósti og Tanngrisni.

Heldur frásögnin í Ísafold af furðuverkinu áfram:

Ljót orð og kerra sem hristist

Vestur-Íslendingar lýstu áhyggjum af þróun íslenskunnar á Íslandi. Má það glöggt greina af skrifum upp úr aldamótunum 1900, t.d. í blaðinu Heimskringlu. Ritstjórnargreinar, eða greinarkorn báru það oft með sér að ekki þótti Íslendingum, búsettum á Íslandi, treystandi fyrir eigin tungumáli! Ýmislegt er tengdist bifreiðum og akstri kom þar við sögu.

Ljótt var það og útlit fyrir að fokið væri í flest skjól á Íslandi, þar sem skjól var þó sjaldnast að finna.

Það kemur því nokkuð á óvart að í sama blaði, Heimskringlu, aðeins fimm árum síðar mátti sjá eftirfarandi:

image

Bíll og bifreið í Heimskringlu

Ojæja, þarna koma þessi hryllilegu orð bæði fyrir og vonandi varð engum meint af. Þeir Íslendingar sem bjuggu hér á landi virtust ekki láta áhyggjur fólks í Vesturheimi mikil ef nokkur áhrif hafa á orðaforðann og er greinarhöfundur, sem sjálfur er af Vestur-Íslendingum kominn, ákaflega þakklátur fyrir að bifreiðin lifi enn í tungumálinu og virðist hafa það nokkuð gott.

Megi nýyrðið og furðuverkið bifreið lifa sem lengst!

[Greinin birtist fyrst í apríl 2021]

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is