Michelin vill búa til bíldekk úr endurunnum plastflöskum

Tæplega þrír milljarðar af plastflöskum á ári gætu verið endurunnar til framleiðslu á dekkjum.

Franski dekkjarisinn hefur prófað farsællega endurvinnslutækni úr plasti frá franska lífefnafyrirtækinu Carbios sem hægt er að nota við dekkjaframleiðslu.

Enzym endurvinnsluferli Carbios fyrir pólýetýlen terephthalate (oftast þekkt sem PET) plastúrgangur reiðir sig á ensím sem getur „afpólýmeriserað“ plast. PET er sú tegund plasts sem notuð er til að búa til flöskur, pólýesterfatnað og jafnvel nokkrar tegundir teppa.

image

Það er venjulega endurunnið (þar á meðal í flíspeysum), en er einnig ein aðal uppspretta plastúrgangs.

„Þessi hátæknilega styrking hefur sýnt fram á hæfni sína til að veita sömu frammistöðu og efni frá olíuiðnaði“, sagði Nicolas Seeboth, forstöðumaður fjölliða rannsókna hjá Michelin, í yfirlýsingu.

Michelin áætlar að hægt væri að endurvinna næstum 3 milljarða plastflöskur á ári í tæknilegar trefjar til að nota í dekk fyrirtækisins.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is