Nýtt rafmagns „rúgbrauð“?

Canoo er fyrirtæki í Bandaríkjunum sem ætlar sér stóra hluti á markaðnum. Þeir hafa kynnt nokkrar vægast sagt skemmtilegar hugmyndir og eru vongóðir varðandi framleiðsluna.

image

Ökutæki þessa fyrirtækis byggja á hjólabretta formuðum grunni sem hýsir rafhlöður og mótora.

Lífstílsbíllinn sem fyrirtækið vinnur að mun kosta frá 4,3 milljónum króna en sá bíll er nokkursskonar einrýmisbíll en lítur út að utan eins og „rúgbrauð“. Bílarnir verða boðnir í Delivery, Base og Premium útgáfum. Verðið er áætlað upp að 6,2 milljónum króna.

Canoo rafmagns pallbíll

Við höfum áður sagt frá Canoo pallbílnum hér á Bílabloggi. Sá bíll er byggður á sama grunni og ofangreindur og verður á svipuðu verði og „rúgbrauðið“. Allt þetta segir þó fyrirtækið að sé háð breytingum enda kalla þeir eftir forpöntunum með innáborgun sem þeir hyggjast nota til að dekka framleiðslukostnaðinn. Canoo kynnir einnig nýstárlegan sendibíl.

image

Reyndar er þetta áhugaverða fyrirtæki til skoðunar hjá bandaríska verðbréfaeftirlitinu. Rannsóknin er sögð eiga að varpa ljósi á samrunafyrirtækið ásamt því að skoða viðskiptamódel Canoo, tekjur og tekjustefnu. Eftirlitsaðilar taka þó skýrt fram að aðeins sé um rannsókn að ræða og alls ekki verið að fullyrða neitt með henni.

Miðað við nýstárlega og skemmtilega hönnun skulum við vona að framleiðslan eigi eftir að líta dagsins ljós.

„Rúgbrauð“

image
image
image
image
image
image
image

Sendibíllinn

image
image
image
image
image
image
image
image

Grein byggð á frétt Autoblog.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is