Atom frá Mahindra

„Borgarbílar“ verða örugglega algengari á næstu árum, sérstaklega í þéttbýlum borgum. Við erum ekki alveg komin á þetta stig í okkar næsta nágrenni, en mun þéttbýlli lönd borð á við Kína og Indland eru fyrir löngu komin á þetta stig.

image

Þess vegna er fróðlegt að fylgjast með því hvað er að gerast í þessum löndum.

Austur á Indlandi kynnti Mahindra hugmynd að „borgarbílnum“ Atom á bílasýningunni Auto Expo 2020 í febrúar á þessu ári. Búist var við að ökutækið yrði frumsýnt á þessu ári. Því hefur verið frestað vegna yfirstandandi kórónaveirufaraldurs.

image

Þessa dagana standa yfir síðustu prófanir á bílnum og verða bílar tilbúnir á markað snemma á næsta ári.

Engar upplýsingar liggja að öðru leyti fyrir um tæknileg atriði, en sagt er að bíllinn rúmi fjóra farþega og hann virðist nokkuð hár, svo þetta er enginn leikfangabíll.

Atom mun koma með staðalbúnaði á borð við öryggisbelti og loftkælingu. Enginn öryggisbúnaður eins og  öryggispúðar eða ABS verða þó í rafknúna ökutækinu.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is