Á því herrans ári 1966

Þessi Volvo Amazon árgerð 1966 er eins upprunalegur og hugsast getur. Þessi sjaldgæfi svarti litur, 19-svartur er afar fallegur og lakkið er nánast fullkomið eins og krómið og öll smáatriði. Ný gúmmi, nýtt mælaborð og felgunar voru aðeins sandblásnar og sett ný dekk á þær.

image
image
image
image

Innréttingin er upprunaleg og er í Burgundy lit. Hún er afar vel farin og hefur aðeins verið vandlega þrifin segir í sölulýsingu þessa bíls á vefnum Car and Classic en bíllinn er auglýstur til sölu þar.

image
image

Það virkar allt í bílnum, upprunalegt útvarp og meira að segja Volvo gúmmímottur með.  

image
image
image

Mjúkur dreki

Þessi Volvo er með B18 vélinni og hún malar eins og köttur, mjög vel hirt og vel stillt af sænskum Amazon sérfræðingi. B18B var framleidd á árunum 1964 til 1966 og var um 107 hestöfl við 5800 snúninga. Sú vél var um 1800 rms.

image
image

Akstur: 140 þús. km. Upprunuleg handbók fylgir bílnum.

image

Fjölskyldufólksbíll og löggubíll

Volvo Amazon var hugsaður sem millistærðarbíll og framleiddur á árunum 1959 til 1970. Hann var fyrsti bíllinn sem kom með þriggja punkta öryggisbelti sem staðalbúnaði.

image

Upphafleg framleiddur í Lundby í Gautaborg og Torslanderverken sem hóf starfsemi 1964.

image
image

Alls voru framleiddir rétt um 235 þúsund fjögurra dyra bílar, 360 þús. tveggja dyra og 73 þúsund station bílar þegar uppi var staðið. 60% af bílunum voru seldir til útflutnings.

Amazon svipaði til bíla þess tíma. Það er talsvert líkt með Chrysler New Yorker og Chrysler 300C hardtop kúpubaksins í kringum 1950.

Hönnuður bílsins, Jan Wilsgard sagði að hann hefði fengið innlblástur við hönnun bílsins þegar hann sá eitt sinn Kaiser við höfnina í Gautaborg.

image
image
image

Notaður af lögreglunni

Undirritaður man glögglega eftir Volvo Amazon lögreglubílum á götum Reyjavíkuborgar. Um leið og þeir ollu manni smá beyg bar maður virðingu fyrir þessum hvítu Volvoum sem voru með stóru rauðu ljósi á toppnum og sírenu sem gat gefið óhugnanlega hátt hljóð á stundum. Ég hef verið um fimm ára er ég fékk að setjast upp í svona bíl. Sætin voru dúnmjúk og þau voru einmitt rauðleit ef ég man rétt.

image
image

Unnið upp úr Wikipedia, Classic Cars

Myndir: Classix.se

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is