Ný kynslóð af VDL Citea rafknúnum strætisvögnum

    • Sigurður Steinsson hjá Vélrás segir að ný kynslóð VDL strætisvagna sé bylting í fólksflutningum

Árið 2021 munu VDL Bus & Coach verksmiðjrnar í Hollandi kynna nýja kynslóð af Citea strætisvögnum. Við hönnun þessara vagna var sköpuð ný framtíðarsýn við framleiðslu á strætisvögnum. Þar verður eingöngu notuð rafknúin driflína til að minnka útblástur og mengun frá almenningssamgöngum framtíðarinnar.  

Með nýrri hönnun á yfirbyggingu vagnanna tekst VDL að gera þessa bíla um 15% léttari en eldri útgáfur.

Til að ná því markmiði var öll vinna við hönnun og undirbúning miðuð við að létta vagnana og minnka um leið vindmótstöðu og allt viðnám. Stærsta breytingin er að hönnuð var ný útgafa af hliðum í vagananna.  

image

Við framleiðslu á þessum vögnum byggir VDL á mikilli reynslu af hönnun og framleiðslu á rafmagnsvögnum. Það eru 25 ár síðan að VDL fór að horfa á rafmagn sem framtíðarorkugjafa í almennings samgöngum, í framhaldi af því kom fyrsti rafknúni Citea strætisvagninn á markað árið 2013.

image

Önnur nýung sem VDL boðar í þessari gerð strætisvagna er að rafhlöður bílanna verða staðsettar undir gólfi vagnanna.

Með því móti verður þyngdarpunktur vagnanna mjög neðarlega og verða þeir mun öruggari og stöðugri í akstri en eldri útgáfur.

image

Þessir vagnar munu verða framleiddir í fjórum lengdum, frá 12,2 m til 18 m. Með þessum útfærslum henta þeir sem flestum viðskiptavinum og nýtast við hinar ýmsu aðstæður.

Þessir bílar í 13,5 m. útfærslu munu geta flutt álíka fjölda farþega og margar geriðr af 3 öxla 18 m stætisvögnum gera í dag.

Einnig verða í boði nokkrar útgáfur af á farþegrými t.d. mismunandi fjölda farþega í sætum eða stæðum.

image

Til að ná þessum árangri hefur VDL sett sig í samband við fjölda ökumanna til að fá þeirra hugmyndir og athugasemdir, hvað má laga, og þá hvernig.

image

Þarna hefur VDL lagt mikla áherslu á að draga úr hávaðamengun eins og kostur er.  Má þar nefna nýja hönnun á hliðum vagnanna, bogadregnar línur að framan, myndavélar í stað útispegla og hvöss horn að aftan.

image

Til að ná sem bestum árangri við hönnun á þessum vögnum, var mikil áhersla lögð á prófanir við raunverulegar aðstæður.

Þar var mesta áherslan lögð á prófa rafhlöður og rafbúnað bílanna við mismunandi hitastig. Var bæði verið á köldum og heitum svæðum til að fylgjast með virkni og afköstum þessa búnaðar sem best.

image

Niðurstaðan er sú að drægni þessara bíla án helðslu getur orðið á bilinu 500 – 600 km. Fari lofthiti niður undir – 15°, getur drægnin farið niður í 250 km.

Í strætisvögnum nútímans er verið að flytja farþega í ýmiskonar erindagjörðum. Mikilvægt er að farþegum líði vel meðan á ferðinni stendur.

Þess vegna hefur VDL hannað þessa vagna með það í huga og um leið lagt mikla áherslu á gott aðgengi, auðveld þrif á vögnunum og allt efnisval miðast við að möguleikar til skemmdarverka eins litlir og kostur er.

image

Notast er við óbeina lýsingu niður með hliðunum, og við loft. Græn ljós birtast við hurðir þegar opnað er, en rauð þegar hurðum er lokað.  Eins er hægt að hafa mjög skæra og góða birtu ef þurfa þykir.

Auðvelt á að vera að hreinsa gólf og hliðar, eins eru sæti klædd með efni sem á að hrinda frá sér óhreinindum.

Til viðbótar hefur loftræstikerfi bílanna verið stórbætt til að auka loftgæði og minnka hættu á að óhreinindi berist í farþegarýmið.

image

VDL hyggst frumsýna þennan framtíðarstrætisvagn í nóvember n.k.

Vélrás er umboðsaðili VDL á Íslandi og hefur selt og þjónustað VDL hópferðabíla og strætisvagna um árabíl.

Sem stendur eru 30 strætisvagnar af eldri gerðum Citea vagna í notkun hér á landi auk um 100 hópferðabíla frá VDL.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is