Porsche og Bentley tækni á VW verði

    • segir breski bílablaðamaðurinn Jeremy Clarkson sem telur að Volkswagen Touareg R sé næsti keppinautur Range Rover

Sá sem þetta skrifar hefur alltaf haft svolítið gaman að fylgjast með breska bílablaðamanninum Jeremy Clarkson, frá því að við vorum saman í því að reynsluaka Renault 5 í Frakklandi fyrir mörgum áratugum. Að vísu ók ég mestan hluta leiðarinnar, því Jeremy hafði gengið svolítið ótæpilega um gleðinnar dyr kvöldið áður og var „þreyttur“ – en við skildum sem bestu mátar þegar komið var á leiðarenda um kvöldið.

image

Jeremy Clarkson gerði garðinn síðan frægan með Top Gear þáttum sínum hjá BBC, þar til að honum var skákað af skjánum í þeim þætti, og aðrir tóku við.

Jeremy Clarkson, sem er 61 árs gamall, og sem hefur unnið hrós fyrir nýjan sjónvarpsþátt sinn - Clarkson's Farm, segir í dagblaðinu The Sunday Times Magazine, að Touareg R væri eini bíllinn sem bjóði bæði upp á grófleikann og lúxusinn sem fylgir Range Rover.

image

Hann bætir um betur og segir að Volkswagen Touareg R sé eini raunhæfi valkosturinn á markaðnum við sinn ástkæra Range Rover.

Touareg-bíllinn er nefndur eftir ættbálki í Norður- og Vestur-Afríku sem Clarkson, með sínum einkennandi og sérstaka hætti segir að merkti „fullt af vopnuðum málaliðum“. Þetta kann að hafa upplýst langvarandi áhuga hans á þessari gerð, sagði Clarkson. Hann var sérstaklega hrifinn af V10 dísilgerðum sem voru stuttlega í fyrstu kynslóð bílsins áður en þær voru neyddir af markaði með hertum losunarreglum.

image

Þó að Clarkson sé ekki aðdáandi þeirrar staðreyndar að Touareg R TSi eHybrid er með innstungu (hægt er að hlaða hann fyrir hreint rafmagns svið um 46 km), þá er hann ánægður með aflið: með því að sameina 3,0 lítra V6 vélina með rafmótor færðu mjög góð 456 hestöfl og gerir Touareg R að öflugasta Volkswagen sem gerður hefur verið. 0-60 mílur (0-96,6 km/klst), 5,1 sekúndur, er næstum sekúndu fljótari en Golf GTI.

Það besta telur hann að Touareg R gefi aðeins í skyn getu sína, frekar en að hrósa sér af þeim - vélin öskrar ekki, hún raular, fjöðrunin er vel dempuð og stjórnun yfirbyggingar er framúrskarandi.

Okkur fannst þetta vera rétt, jafnvel í forskrift SEL Tech, en gagnrýnandinn Tina Milton sagði að V6 einn og sér væri fær um að „byggja upp hraða án þess að hljóma eins og hún þyrfti að þenja sig“.

image

Þegar Clarkson tók í Touareq-inn á leið sinni til að fóðra svínin sín á hinu fræga Diddly Squat-búi eftir versta maíveður sögunnar sögðu, sagði hann að „fjórhjóladrifskerfið væri að standa sig vel“, þrátt fyrir að bíllinn væri bara á venjulegum sumardekkjum.

(grein á bílavef THE SUNDAY TIMES – DRIVING)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is