Hvenær kemur sumarið?

Þessu var auðsvarað á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Á þeim tíma voru enn mjög margir malarvegir um allt land. Sjálfur Hringvegurinn var á mjög stórum köflum ekki lagður bundnu slitlagi. En síðasti malarkaflinn á Hringveginum hvarf ekki undir bundið slitlag fyrr en 2019.

En það kom fram einföld lausn á þessu vandamáli. Grjótgrind sem fest var framan á bílinn!

Grjótgrindin var hlíf sem náði að stöðva mölina áður en hún náði að lenda á bílnum. Þessar grjóthlífar voru framleiddar á Íslandi, innfluttar eða í sumum tilfellum heimasmíðaðar. Það voru margir aðilar í að framleiða grjótgrindurnar, flytja þær inn og/eða setja þær á bíla. Fínn vor og sumar bísness.

image

Grjótgrindur þóttu nútímalegar á sínum tíma.

Það var engin prýði af þessum grindum, þær breyttu loftmótstöðunni til hins verra og þær uppfylla ekki neinar nútíma reglugerðir frá Evrópskum stofnunum.

image

Hér er einn með aðeins öflugri grjótgrind.

En þær gerðu sitt gagn og sumarið kom þegar bílar birtust í massavís úti á þjóðvegum með þær framan á sér.

Myndir: Aðalskoðun og Pétur R. Pétursson

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is