Rafdrifinn ofur Bronco

Ford er reyndar ekki að framleiða radrfina Bronco bíla – að minnsta kosti ekki enn. Hins vegar er möguleiki á að ná sér í rafdrifið tryllitæki í íslensku torfæruna. Gateway Bronco er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæða klassískum endurgerðum og nýverið kynntu þeir nýja línu rafmagnsgerða.

Þeir bjóða semsagt úrval klassískra endurgerða með nægu afli en menn þurfa að vera vissir um að bankareikningurinn þoli kaupverðið.

image
image
image

Báðir rafdrifnir

Gateway Bronco er með tvær útgáfur í boði, Fuelie Electric og Luxe-GT Electric en sú síðarnefnda er sú á myndunum í þessari grein. Fuelie er með um 320 km. drægni en Luxe gerðin með um 480 km. drægni. Aflið kemur frá 295 hestafla mótor sem Gateway segir að komi tryllitæknu í 100 km/klst. á rétt um 4,7 sekúndum.

image
image
image

Þessi gamli Bronco situr á splunkunýrri pólýhúðaðri grind að Kincer gerð sem búin er Jri stafrænt stillanlegum höggdeyfum með coil-over gormum. Bíllinn er á 18 tommu felgum með 33 tommu dekkjum.

image
image
image

Leður og „viðarklæðning“

Þessi tiltekni Bronco er búinn samskonar leðri og Porsche notar.

Kannski finna menn það þegar þeir hlamma sér ofan í sætið.

Þetta leður er reyndar líka notað á veltigrindinni. Uppfærð hljómtæki, loftkæling, rafdrifnar rúður og jafnvel bakkmyndavél hafa verið sett í bílinn. Svo er gólfið hvorki meira né minna klætt „viði“.

image
image
image

Sanngjarnt verð?

Þá kemur rúsínan í pylsuendanum. Verðið á Fuelie Electric útgáfunni byrjar á 260 þús. dollurum. Luxe-GT rafmagns bíllinn er frá 380 þús. dollurum.

image
image
image
image
image
image
image
image

Byggt á grein Autoblog

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is