Mótorbaninn mikli

Í gegnum tíðina hefur undirritaður komið að málum sem varða bílmótora sem hafa beðið bana í einhverju vatnsfalli.

image

Jafnvel mánuðum seinna hafa mótorar gefið sig að sögn eigenda bílaleigna ef ekkert er gert við þá.

Það sem gerist er að stimpilstöng bognar og liðast í sundur fyrr eða síðar. Svo brýtur brotna stimpilstöngin sér leið út úr vélarblokkinni eða olíupönnunni og smurolían puðrast út um allt. Mjög hávær, óþægileg og sóðaleg lífsreynsla fyrir eigendur og ökumenn.

En sveifarásinn snýst áfram og beygir viðkomandi stimpilstöng.

En vindum okkur aftur að vaðinu í Landmannalaugum Vaðið er nokkuð djúpt en það er víst hægt að komast klakklaust í gegnum það á flestum hærri bílum og jafnvel fólksbílum ef ökumaðurinn fer varlega og veit hvað hann er að gera.

image

En af hverju skemmast svo margar bílvélar einmitt í þessu vaði? Það er mikill fjöldi af bílum sem fer yfir þetta vað á hverju sumri sem kann að vera ein skýringin. Önnur skýring er að þetta vað lítur mjög sakleysilega út og þá freistast ökumaðurinn til að keyra beint yfir og of hratt. Þriðja skýringin gæti verið að þegar þú ert kominn svona nálægt þá gleymir þú þér og lætur bara vaða til að komast sem fyrst yfir árnar.

Það er ekki nein dagleið í labbi frá bílastæðinu að skálanum.

Reyndar eru vöðin tvö  og stutt á milli þeirra. Þetta má sjá greinilega í eftirfarandi myndbandi en vinsamlega akið ekki svona yfir vöðin ef þið eruð á smærri bílum en þeim sem sjást hér láta sig vaða yfir. Þessi jeppar eru með loftinntakið við efri brún framrúðu og ofar og gætu nánast farið á kaf í vatn og samt komist yfir.

[Greinin birtist fyrst í ágúst 2021]

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is