2023 Mercedes-Benz EQE er rafmagns valkostur á móti E-Class

Sækir hönnunina að hluta til Benz EQS

Næstu daga munu streyma inn fréttir frá IAA – bílasýningunni í München sem hefst í þessari viku.

Á meðal helstu frétta er að Mercedes-Benz mun kynna EQE betur; fólksbifreið sem var þróuð sem rafmagns valkostur við E-Class og sem minni valkostur við EQS. EQE er aðeins fáanlegur sem rafbíll og verður frumsýndur opinberlega á bílasýningunni í München 2021.

image

Mercedes-Benz EQE 350 -  Mynd: Mercedes-Benz.

EQE er 4.994 mm á lengd, 1.961 mm á breidd, 1.521 mm á hæð og hann er með 3.122 mm hjólhaf. Til að bæta við samhengi, er núverandi W213-kynslóð E-Class fólksbílsins með um 4.928 mm, 1.895 mm, 1.473 mm og 2.946 mm, í sömu röð. EQE er ekki marktækt lengri en E, en það er miklu meiri málmur á milli hjólanna.

image

Opnaðu dyrnar - eða bíddu eftir að þær opnist þegar þú gengur í átt að bílnum; EQE getur valfrjálst gert það - og þú munt sjá innréttingu sem er full af tæknilegum eiginleikum, þar á meðal mörgum sem eiga uppruna sinn í fyrrnefndum EQS.

MBUX upplýsinga- og afþreyingarkerfi Mercedes-Benz er staðalbúnaður, það birtist á 12,8 tommu OLED skjá og Hyperscreen, skjár sem teygir alla breidd mælaborðsins er fáanlegur gegn aukagjaldi.

Við frumkynninguna verður EQE eingöngu fáanlegur með rafmótor að aftan tengdum 90,6 kílówattstunda litíumjónarafhlöðu. Það mun knýja afturhjólin með 288 hestöflum og 530 Nm togi, nóg til að senda fólksbílinn - en þyngdin hefur ekki verið birt enn - úr núlli í 96,5 km/klst á um 5,6 sekúndum og áfram í hámarkshraða sem er takmarkaður við 209,2 km/klst.

image

Mercedes-Benz segir hámarks akstursvegalengd á rafmagninu um 660 kílómetra, þó að hann hafi náð þeirri tölu með stórkostlega bjartsýnu mælingarferli sem gildir í Evrópu að sögn Autoblog. Vegalengdin samkvæmt EPA-staðli verður án efa nokkrum kílómetrum lægri, eða svo halda þeir fram.

Autoblog telur einnig að fjórhjóladrifin og AMG-merkt útgáfa komi fyrr en seinna.

Bíllinn er sagður bjóða upp á fullt af aðstoðartækni fyrir ökumanninn, eins og búast má við í dag, en margt er á lista yfir valkosti. Á meðal búnaðar sem kaupendur geta greitt aukalega fyrir eru Airmatic loftfjöðrunarkerfi, afturhjólastýrikerfi, „head-up“ skjár, Active Steering Assist og Active Brake Assist með Cross-Traffic Function. Akreinavari er staðalbúnaður.

image

En við munum fjalla nánar um þennan flotta rafbíl frá Mercedes-Benz þegar búið er að kynna hann nánar í München.

(frétt á vef Autobog – myndir frá Mercedes-Benz)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is