• Porsche Mission R hugmyndabíllinn gefur vísbendingu um rafmagnsgerð Cayman sem væntanlegur er árið 2024

Þó að IAA – bílasýningunni í München sé lokið er í góðu lagi að flytja áfram fréttir af því sem þar var kynnt.

image

Porsche afhjúpaði Mission R hugmyndabílinn á bílasýningunni í München 2021 - þetta er rafmagnsbíll, hannaður til kappaksturs, líkt og núverandi 911 GT3 Cup og GT3 R gerðir frá Porsche.

Vísbending um framtíðina

Mission R gefur vissar vísbendingar um hverju von er á í flokki rafknúinna sportbíla. Teymið á bak við Mission R verkefnið staðfesti að það „vinnur að framleiðslubílum á sama tíma“ - með sama teymi sem ber ábyrgð á báðum verkefnunum.

1.072 hestöfl

Mission R er með „um það bil 80 kWh“ rafhlöðu sem knýr par af rafmótorum sem samtals framleiða 800 kW eða 1.072 hestöfl, í svokallaðri „hæfnistillingu“ (e. qualifying mode) eða stöðug 671 hestöfl í „keppnisstillingu“. Kappakstursbíllinn mun fara úr 0-100 km/klst á 2,5 sekúndum með hámarkshraða yfir 1290 km/klst.

Oliver Blume, formaður framkvæmdastjórnar Porsche AG sagði: „Mission R er sýn okkar á rafknúnar akstursíþróttir. Mission R býr yfir öllum þeim styrkleikum sem Porsche heldur á lofti: Árangur, hönnun og sjálfbærni.“

Porsche býður ekki upp á WLTP-metið aksturssvið, en fullyrðir að Mission R geti ekið „30 til 45 mínútur“ á kappakstursbraut á fullri nýtingu rafhlöðunnar - allt eftir fyrirkomulagi brautarinnar og notkun. Með því að nota glænýjan 900 volta rafmagnsgrunn (100v öflugri en framleiðslugerð Porsche Taycan), mun Mission R fá fimm til 80 prósenta hleðslu á aðeins 15 mínútum, á allt að 340kW hleðsluhraða.

image

Sé horft á framhluta bílsins má sjá að Mission R á margt sameiginlegt með Taycan hvað hönnun snertir. Fjögurra punkta LED dagljósin, sem eru innbyggð í aðalljósabúnaðinn eru þar á meðal. Neðri stuðarinn hýsir Porsche Active Aerodynamics (PAA), sem, ásamt stóra afturvængnum, ætti að hjálpa til við að búa til verulega niðursveiflu á hraða á brautinni.

image

Þegar horft er á hugmyndabílinn frá hlið sést að hann á fleira sameiginlegt með Cayman eða 911, með tveggja dyra útliti og hallandi þaklínu. Nýlega þróað veltibúr er úr koltrefjum og samþætt í hönnun bílsins og farþegarýmisins; þessi uppsetning uppfyllir enn ekki skilyrði FIA en Porsche vonast til að hún geti haft áhrif á reglugerðarbreytingar í tæka tíð áður en bíllinn fer í framleiðslu.

image

Að aftan er eitt heilt afturljós eða ljósastika með samþættu Porsche letri mest áberandi. Þetta er hluti af uppbyggingu bílsins og mun líklega verða endurtekið í framleiðslugerðum framtíðarinnar. Stór „vængur“ að aftan undirstrikar enn frekar hönnun afturendans.

image

Eitt sæti

Eitt sæti er í bílnum, og er það þrívíddarskorið og sætisáklæðið þrívíddarofið. Einfalt mælaborðið samanstendur af tveimur skjám; hefðbundinni mælasamstæðu, auk sérstaks skjás á stýrinu, með fjölda hnappa og rofa. Það eru tvær myndavélar - ein föst og ein hreyfanleg, sem gerir ökumönnum kleift að senda frá sér efni úr bílnum meðan á prófunum og kappakstri stendur.

image

Þó að flestir bílar af þessari tegund séu hugsaðir sem framhald fyrri gerða, hefur Mission R greinilega verið hannaður samhliða framleiðslubílnum frá upphafi. Þetta „nána samstarf“ mun hafa áhrif á framleiðslugerðir framtíðarinnar, þar á meðal hugsanlegar rafmagnsgerðir Cayman og Boxster.

„Við erum að vinna að framleiðslubíl á sama tíma; þetta eru sömu teymin. ”

Þó að Bauer-Scheinhütte hafi ekki viljað staðfesta neitt, staðfesti hann að Mission R sé „af svipaðri stærð og Cayman/Boxster“ og ýjaði að möguleikanum á tveggja sæta rafmagns sportbíl þegar núverandi bílar enda sinn líftíma um 2024.

(Byggt á frétt á vef AutoExpress)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is