Tvinnbílar og rafbílar seljast betur en dísilbílar í Evrópu í fyrsta skipti

Evrópskar skráningartölur sýna dísilbíla í öðru sæti við samanlagða sölu blendinga (hybrid), tengitvinnbíla, mildra blendinga og rafbíla

Alls voru 1,3 milljónir nýrra bíla skráðir í Evrópu í september, en 327.800 þeirra voru rafvæddir og um 322.400 með d´sisilvélum. Bensínbílar voru 47 prósent af markaðnum, þó að það hafi lækkað úr 59 prósentum í september 2019.

image

Tengitvinnbílar þurfa hleðslu með kapli til að nýtast sem best.

Helmingurinn dísilbílar fyrir áratug

Helmingur allra bíla sem seldir voru í Evrópu voru dísilbílar fyrir áratug. Sú markaðshlutdeild hefur nú lækkað í 24,8 prósent, þar sem áhrif frá „dísilhneykslinu“ eru enn til staðar. Yfirvöld hafa einnig lagt þrýsting á neytendur og bílaframleiðendur um að hreinsa upp staðbundið umhverfi og draga úr losun kolefnis á heimsvísu.

Tölur Jato leiða í ljós að 53 prósent af skráningum í Evrópu í síðasta mánuði voru tvinnbílar eða mildir tvinnbílar, þar sem 69 prósent af allri sölu Ford Puma og 59 prósent af Fiat 500 skráningum, sem eru mild blendingaafbrigði.

image

Ford Puma árgerð 2020 er með mildri blendingsdrifrás.

Mildir blendingar geta í raun samanstaðið af af bíl með hefðbundinni brunavél með öflugri staratar/rafal og og rafhlöðu, sem tengt er háþróuðu start/stöðvunarkerfi. Flóknari mildir blendingar nota 48 volta kerfi sem skila meiri hagræðingu.

Þótt tölur Jato leiði ekki í ljós hlutfall hreinna rafbíla sem skráðir eru, sýna bresk gögn frá Samtökum bílaframleiðenda og bílasala að í september voru 31,9 prósent nýrra bíla rafvæddir, en hreinir rafbílar voru aðeins 6,7 prósent af markaðnum.

(frétt á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is