1986 Toyota Land Cruiser 60 series

Þessi glæsilegi Toyota Land Cruiser 60 G var gerður upp í Texas fyrri skömmu. Bíllinn var „tekinn í nefið“ eins og menn segja og uppfærður eilítið þrátt fyrir að hann sé nánast í upprunalegu formi. Þetta eintak seldist á 95 þúsund dollara eða um 12,3 milljónir íslenskra króna.

Það var auðsótt mál og hér á eftir sýnum við þann fyrsta sem við völdum til umfjöllunar.

Elite Land Cruisers hópurinn samanstendur af tæknimönnum, hönnuðum og bílasérfræðingum sem eiga það sameiginlegt að hafa ástríðu fyrir uppgerð gamalla bíla og þá sérstaklega Land Cruiser jeppum. Þeir álíta að klassísk hönnun, einfaldleiki og gæði framleiðslu Land Cruiser jeppanna eigi sér ekki hliðstæðu.

image

Tíu ára velgengni

Land Cruiser 60 serían var framleidd frá 1980 til 1990, fyrir flesta markaði en Cumana verksmiðjan í Venesúela hélt áfram framleiðslu til ársins 1992 fyrir staðbundinn markað þeirra. Jeppinn sá tekur fimm til átta manns í sæti eftir útfærslu. 60 bíllinn var framleiddur í eftirfarandi litum: alpahvítur, brúnn, eyðimerkur beige, rauður, kóngablár og í málmlitum kom hann í kolgráum, koníaksbrúnum, grábláum, rótarbjórssvörtum, himinbláum og silfurlituðum.

Notaður um allan heim

Bíllinn var kynntur til leiks árið 1980. Þegar 60 bíllinn kom til sögunnar hafði Toyota náð árangri í allskyns torfærukeppnum á eldri Cruiserum sínum. 60 bíllinn var hugsaður sem stór og öflugur fjölskyldujeppi til notkunar í borgum, bæjum en einnig í erfiðum torfærum.

Þeir voru því engir slyddujeppar, Cruiserarnir.

Þessir jeppar fengu margvísleg þægindi umfram hina hráu Cruisera sem til þessa tíma höfðu verið framleiddir. Þar erum við að tala um loftkælingu, hita í sætum og uppfærða innréttingu. 2F bensínvél FJ60 var óbreytt frá 40 seríunni en svo bættust við sex strokka 4 lítra 2H dísel og 3.4 lítra 3B díselvélar við flóruna. Seinna kom svo sjálfskipting til sögunnar.

Langur líftími

Árið 1984 var síðasta framleiðsluár 40 seríunnar en samhliða því kemur 70 serían til sögunnar. Það var síðan árið 1985 sem 12H-T túrbódísilvél með beinni innspýtingu var kynnt. Árið 1988 var bensínvélin uppfærð í nokkrum löndum í 4 lítra 3F EFI vél.

FJ62G týpan sem var undanfari VX gerða Land Cruiser var síðan boðin á Japansmarkaði sem borgar-fólksbíll.

Eftir að framleiðslu 60 seríunnar var hætt í Japan var haldið áfram að framleiða þessa gerð fram til 1992 í Venesúela. Þeir bílar voru með bensínvélum.

Hér á eftir fylgja myndir af gripnum

image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image

Birt í samstarfi við Elite Land Cruisers

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is