Væri ekki gaman ef sá gamli kæmist í stuð? Ef bílar fortíðarinnar myndu verða rafmagnaðir kostir í framtíðinni? Þetta er ruglingslegt en þannig eru hugmyndir oft fyrst þegar þær banka upp á.

image

Á SEMA bíla- og aukahlutasýningunni sem hófst í Las Vegas í gær, kemur fram hver snilldin á fætur annarri. Framleiðendur eru með smekkfulla gáma af góssi sem ekki var hægt að kynna á síðasta ári vegna heimsfaraldursins, þannig að sýningin er sérdeilis mögnuð í ár.

image

Hugmyndarafbíllinn Ford F-100 Eluminator

Vissulega er svo margt fleira að sjá á SEMA en hluti tengda Ford og reynum við að kynna fjölbreytileikann en það er kannski hægara sagt en gert þar sem maður er á Íslandi en ekki á SEMA í Las Vegas.

Nóg af orðum í bili og leyfum myndböndunum að streyma. Hugmyndarafbíllinn Ford F-100 Eluminator, gjörið svo vel:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is