Fiat 500e rafbíll og ítölsk stemming hjá Ísband um helgina

ÍSBAND umboðsaðili FIAT frumsýnir fyrsta 500e rafmagnsbílinn og jafnframt fyrsta 500 bílinn með 3+1 hurðum laugardaginn 6. nóvember.

500e er ítölsk hönnun þar sem mikið er lagt upp úr sérstöðu, fallegu útliti innan sem utan og notagildi.

image

Fiat 500e er vel búinn með öllum þeim helsta búnaði sem hægt er að óska sér í svona bíl.

image

Þriðja hurðin sem er farþegamegin, opnar gott aðgengi að aftursætunum, auk þess að opnast að gangstéttinni en ekki út í umferðina, sem eykur öryggið.

Drægni 320 til 460 kílómetrar

Rafhlaðan er 42kW og er 8 ára ábyrgð á rafhlöðu og 5 ára ábyrgð á bílnum. Drægnin er 320 km skv. WLTP í blönduðum akstri og allt að 460 km innanbæjar. 500e er sjálfskiptur og framdrifinn. Með 85kW hraðhleðslu er hægt að hlaða 50 km drægni á 5 mínútum.

Ítalskt kaffi og veitingar

Það verður ítölsk stemming hjá ÍSBAND á laugardaginn þar sem kaffibarþjónn frá Lavazza töfrar fram úrvals ítalskt Lavazza kaffi ásamt fleiri veitingum.

Sýningin er opin á milli kl. 12-16 á laugardaginn 6. Nóvember, og er í sýningarsal ÍSBAND í Mosfellsbæ, Þverholti 6.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is