Bandaríkin munu skipta um allan bílaflota alríkisbíla yfir í rafbíla

    • Biden forseti Bandaríkjanna er fljótur að koma fram með háleit markmið um umbreytingu yfir í rafbíla

Biden, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna var fljótur að koma fram með stefnu sína varðandi rafknúin ökutæki. Í ræðu innan við viku frá því að hann tók við sem forseti, tilkynnti Biden að hann ætlaði að skipta út öllum alríkisbifreiðum sem eru í notkun með rafdrifnum bílum sem smíðaðir eru innanlands.

image

Samanlagt verður þetta stærsta aðgerð opinberra fjárfestinga- og innkaupainnviða og rannsókna- og þróunarstarfs frá síðari heimsstyrjöldinni segir Biden forseti.

Biden bætti einnig við að öll rafknúin ökutæki yrðu smíðuð innanlands og að það væri stærsta aðgerð opinberra fjárfestinga- og innkaupainnviða frá síðari heimsstyrjöldinni. Það er athyglisvert vegna þess að það myndi vissulega þrengja að vali sem ýmsar deildir hafa þegar þeir panta nýja bíla.

Tesla Model 3 hefur komið vel út hjá löggunni

Tesla Model 3 hafa þegar reynst frábærar sem lögreglubíll fyrir sumar deildir sem voru tilbúnar að gefa ökutækinu tækifæri. Það virðist skila sér og Bargersville lögregluembættið í Indiana tilkynnti að Model 3 sparaði þeim 6.750 dollara á aðeins eins árs þjónustu samanborið við Dodge Charger. Við getum aðeins ímyndað okkur hversu mikið bandaríska ríkisstjórnin myndi spara með því að skipta út meira en hálfri milljón ökutækja fyrir skilvirka ökutæki.

Póstbílarnir sennilega fyrstir

Næstum 22% ökutækja í alríkisflotanum eru póstbílar sem löngu er tímabært að skipta út. Meðalaldur Grumman póstbílanna er 28 ár og þá skortir grunnatriði nútíma ökutækja, þar á meðal öryggisloftpúða, hemlalæsivörn og loftkælingu.

image

Floti 140.000 gamalla Grumman-póstbíla í Bandaríkjunum liggur vel við höggi að verða skipt út fyrir rafbíla.

Póstflutningabílar eru fullkominn valkostur fyrir rafknúin ökutæki vegna þess að þeir aka fastar leiðir, aka mikið á lágum hraða og í mörgum tilvikum þurfa þeir ekki að skila mörgum kílómetrum til að ljúka daglegri leið. 140.000 alríkispóstbílar sem nú eru í þjónustu póstsins gætu verið fyrsti flotinn til að fá breytingu yfir í rafbíla.

Rafdrifinn forsetabíll?

Ef við tökum tilkynningu Biden bókstaflega, þá verðum við að gera ráð fyrir að hann meini að hann muni panta nýjan rafknúinn forsetabíl, sem gengur almennt undir heitinu „Dýrið“ („The Beast“) væntanlega vegna stærðar og þyngdar. Kannski verður það sérsniðinn Cadillac byggður á grunni rafdrifins Hummer? Eitt vitum við þó fyrir víst, sem munum eftir kynningu Elon Musk á rafdrifna pallbílnum sínum að hann verður ekki fenginn til að búa til skothelda glerið!

(frétt á vef INSIDEEVs)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is