Frumsýning á 2020 Volkswagen Golf R sögð eiga sér stað þann 4. nóvember

    • Nýr Golf R af áttundu kynslóð Golf kemur í hóp Arteon R og Tiguan R

Sést hefur þegar til áttundu kynslóðar Volkswagen Golf R, með því að setja tvær aðrar R gerðir af stokkunum árið 2020 sem veitir okkur innsýn í það sem við ættum að búast við úr þessari átt segir bílavefurinn evo í dag. Þrátt fyrir að hönnun bílsins sé enn á huldu, þá sýnir nýtt vídeó á samfélagsmiðlum að hann verði frumsýndur þann 4. nóvember.

image

Eins og fram kemur í nýju Arteon R og Tiguan R, mun næsti Golf R líklega vera með nýtt evo4 afbrigði af EA888 fjögurra strokka túrbínu-vél sem hefur verið fastur liður í sportlegum bílum VW síðan í fimmtu kynslóð Golf GTI.

Í Arteon og Tiguan framleiðir nýja vélin 319 hestöfl á milli 5800 og 6400 snúningum á mínútu, en togið er 420 Nm frá 2000 snúningum á mínútu.

Þó að evo-vefurinn sé að velta því fyrir sér hvort nýr R muni hafa sömu vél, vegna strangra og dýra útblástursprófa sem krafist er árið 2020, þá reikna þeir með að það sé líklegt að Golfinn muni deila þessari vél með stærri frændum sínum og tölunum sem þeir framleiða.

Evo-vefurinn býst líka við að nýi Golf R deili sjö gíra tvískiptri gírskiptingu hinna R gerðanna, eitthvað sem staðfest er með stuttri gírstöng og klossalegum skiptispöðum þessarar frumgerðar.

En þó að grunndrifbúnaðurinn sé ekki sérstaklega frábrugðinn fyrri gerðinni, þá mun fjórhjóladrifskerfi bílsins fá meiri uppfærslu með útfærslu kúplingspakkans á afturdrifsgerðnni, sem gefur næsta Golf R möguleika á að deila togi á milli afturhjólanna.

Þessi tegund kúplingar að aftan, eins og sást fyrst í evrópskum hlaðbak á Mk4 Ford Focus RS, eykur sveigjanleika afls á fjórhjóladrifnum bíl, í því ferli sem gerir ráð fyrir beinni stýringu á aflskiptingu.

Þetta táknar mikla breytingu frá fyrstu Haldex fjórhjóladrifskerfunum sem sáust á eldri gerðum Golf R og Audi S3, sem ætti að gera næsta Golf R skemmtilegri á vegum og braut en fyrri gerðir.

(frétt á vefsíðu evo)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is