„Eins og margir vita þá er ég bílakarl. Í gegnum tíðina hef ég fengið að aka býsna ótrúlegum ökutækjum, en aldrei hefði ég getað ímyndað mér neitt í líkingu við rafbílinn sem ég prófaði í dag,“ segir forseti Bandaríkjanna á Twitter. Viðbrögðin… já. Þau voru margvísleg.

Og þessu tísti fylgdi: „Rafmagnið er framtíðin - og það verður til einmitt hérna í Ameríku.“

Mynd af forsetanum, kampakátum, aka Hummer (rafbíl auðvitað), var kjarni tístsins. En ef þetta var tíst þá er „púað“ á tístið í athugasemdum sem hlaðast hratt undir litla tíst forsetans. Á einni klukkustund voru nefnilega komnar tvö þúsund athugasemdir við tístið og tuttugu og eitt þúsund létu sér tístið vel líka.

image

Kátur var hann karlinn, í rafbílnum í gær. Mynd/Twitter/POTUS

Margir virðast tengja við golfbílana

Það er nú ekki uppbyggjandi að lesa athugasemdirnar sem gerðar voru við færslu glaða bílakarlsins. Bílakarlsins sem einnig er forseti sjálfra Bandaríkjana en hefur það óheppilega nafn POTUS á Twitter.

image

Eftir sem áður leiddi sýnishorn af þeim í ljós að margir þeirra, sem höfðu fyrir því að hreyfa fingur eftir lyklaborðinu með því að skrifa athugasemd, virðast líta á rafbíla sem eitthvað til að aka úti á golfvelli.

image

Virðing er eitthvað sem lítið fer fyrir þarna og auðvitað er það dapurlegt að sjá. En hvað sem því líður þá er forsetinn bílakarl, meira að segja rafmagnaður bílakarl og það vissi undirrituð ekki fyrr en nú.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is