Rafpallbíllinn er svar Nissan við pallbílum frá Tesla og Rivian

17,65 milljarða dollara fjárfesting bílaframleiðandans í rafvæðingu felur í sér 3 nýjar hugmyndir að fullrafmögnuðum bílum

TOKYO - Nissan er að kynna fullrafmagnaðan pallbíl sem er hluti af næstu kynslóð framleiðslu þeirra. Bíllinn stingur ef til vill í stúf við torfæruframboð annarra framleiðanda, eins og pallbílarnir frá Ford og Tesla.

Afturhlerinn er eins konar stafrænn skjár, upplýstur og getur sýnt allskyns tjákn (emojis) eins og sjá má á mynd hér fyrir neðan. Hönnun bílsins „á að vera skemmtileg,“ segir framleiðandinn.

Einnig er hægt að draga flottan tjaldhimin yfir farmrýmið til næðis og verndar.

image

Surf-Out er ein þriggja nýrra rafknúinna hugmynda sem Nissan kynnti í gær. Myndir/NISSAN.

image

Grillið er rammað inn með lýsingu, auk þess sem horfa má í gegnum það. Það er óneitanlega frumleg hugmynd.

Surf-Out er ein af þremur nýjum alrafmagnshugmyndum sem Nissan sýndi á mánudaginn þegar fyrirtækið tilkynnti fjárfestingu upp á 2 billjónir jena (17,65 milljarðar dollara) á næstu fimm árum til að auka framboð rafknúinna ökutækja með 23 nýjum útgáfum um allan heim fyrir lok áratugarins.

Nýjar þynnri og léttari rafhlöður

Allir hugmyndabílarnir þrír gera ráð fyrir að nota þynnri, léttari, kraftmeiri „solid state“ rafhlöður sem Nissan lofar að komi á markað fyrir reikningsárið sem lýkur 31. mars 2029.

„Rafhlöður verða lykillinn að umskiptum,“ sagði forstjóri Nissan, Makoto Uchida, þegar hann afhjúpaði hugmyndabílana á kynningarfundi á netinu.

„Með rafhlöðum sem eru minni og þynnri getum við boðið upp á sveigjanlegt skipulag og öflugri afköst, sem nýtist vel í flokki stærri bíla, eins og pallbíla,“ sagði hann.

image

Bakhlið Surf-Out er að fullu stafræn fyrir lýsingu og tákn.

Hugmynd Nissan kemur þegar keppinautar eru á fleygiferð inn í rafbílahlutann, sérstaklega á bandaríska markaðnum þar sem pallbílar eru áfram í efsta sæti, með um 18 prósent markaðshlutdeild á bílamarkaði.

image

Einfaldleikinn ræður greinilega ríkjum í umhverfi ökumannsins í þessum nýja rafdrifna pallbíl frá Nissan.

Í Evrópu hefur eftirspurn minnkað og sala því dregist saman. Árið 2020 nam salan aðeins 6,8 prósentum af LCV-hlutanum með sölu á 116.280, samanborið við 7,9 prósent árið 2017, samkvæmt upplýsingum frá JATO Dynamics.

Nissan hefur lengi átt í erfiðleikum með að ná til stærri hluta kaupenda pallbíla.  

Titan pallbíllinn í fullri stærð situr neðst eða neðarlega á lista seldra pallbíla, en Frontier sveimar í miðjunni í flokki meðalstórra pallbíla.

image

Nissan Surf-Out sér fyrir sér að nota háþróað kerfi af e-4ORCE fjórhjóladrifnu rafdrifnu drifrásinni, sem mun frumraun sína í væntanlegri Nissan Ariya EV crossover rafbílnum.

„Fjölbreytni aflgjafa ökutækisins og lágt og flatt farmrými er ætlað að auðvelda þér að fara hvert sem þú vilt og auka upplifunina þegar komið er á áfangastað,“ sagði Nissan.

image

Surf-Out hugmyndabíllinn virðist vera með opnu húsi að aftan til að auðvelda aðgang að pallinum.

image

En það verður einnig boðið upp á það að loka pallinum með tjalddúk.

Stjórnendur sögðu að nýju rafhlöðurnar muni ekki aðeins gefa aukið svigrúm til skapandi hönnunar heldur einnig draga úr kostnaði við rafbíla, að hluta til vegna þess að búist er við að „solid-state“ rafhlöður séu öruggari en litíumjóna rafhlöður í dag og þurfa ekki eins mikla kælingu og burðarvörn.

image

Hinir hugmyndabílar næstu kynslóðar sem Nissan sýnir eru slétt, kúlulaga, sportleg gerð með opnum toppi sem kallast Max-Out og „jeppalegt“ ökutæki sem kallast Hang-Out.

image

Nissan Max-Out.

image

Nissan Hang-Out.

Nýr og léttari grunnur

Nissan segir að grunnur næstu kynslóðar rafbíla verði ofurléttur, noti mótora að framan og aftan, með mjög lágan þyngdarpunkt og noti háþróuð kerfi e-4ORCE og ProPilot, sem er sjálfvirkt aksturskerfi fyrirtækisins.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is