Í morgun birtust niðurstöður síðustu öryggisprófana Euro NCAP fyrir árið 2021. Rafbíllinn Renault Zoe kom vægast sagt skelfilega út og sömuleiðis ættingi hans, Dacia Spring.

image

Fullt hús stiga er tiltölulega algengt en að allt sé tómt er verulega sjaldgæft. Skjáskot/Euroncap.com

Það er langt síðan bíll hefur fengið „núll“ eða enga stjörnu í prófunum Euro NCAP en þannig fór fyrir Renault Zoe í öryggisprófunum. Hann fékk enga stjörnu. Síðasti bíll sem kom svona agalega illa út var Fiat Panda árið 2018.

image

Síðasti bíll sem kom svona illa út úr prófunum Euro NCAP var Fiat Panda en það var í desember árið 2018. Skjáskot/Euroncap.com

Skellur fyrir framleiðandann og afturför

Í umsögn Euro NCAP um þessar niðurstöður segir meðal annars að í heildina litil sé árekstrarvörnum ábótavant í Renault Zoe og árekstraröryggistækni sé það slök að ómögulegt sé að gefa bílnum eina einustu stjörnu.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is