Nýtt Skoda snjallsímaapp hlustar á vélina þína til að finna galla

    • Nýtt greiningartæki Skoda ber einfaldlega saman upptökur á gögnum frá vélinni til að finna nákvæmlega vandamál

Skoda hefur lokið tilraunum á nýju snjallsímaforriti eða appi sem Skoda að telur geti auðveldað tæknimönnum lífið hjá Skoda umboðum og þjónustumiðstöðvum um alla Evrópu.

Appið er kallað er „Skoda Sound Analyzer“ (eða hljóðgreinir Skoda), og hefur verið þróað innanhúss af Skoda og er einfalt greiningartæki sem varar við hugsanlegum bilunum í Skoda bílum með því einfaldlega að hlusta á vélina í gangi.

image

Skoda segir að kerfið sé svo viðkvæmt að það heyri jafnvel minnstu óreglu í lausagangi vélarinnar og geti bent til margs konar þjónustu og lagfæringa á staðnum.

Kerfið er með „yfir 90 prósent“ nákvæmni, að mati Skoda, og það virkar ekki aðeins í vélavandamálum. Eins og gefur að skilja getur hljóðgreiningarforritið einnig vakið athygli á galla í stýrikerfinu, gírkassanum og jafnvel þjöppu loftkælingar. Skoda segir að meira eigi að koma líka.

Ferlar appsins hafa verið í gangi síðan í júní 2019 á ýmsum 14 mörkuðum í Evrópu og alls 245 sölumenn og þjónustumiðstöðvar Skoda hafa tekið þátt í tilraunum.

(Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is