Polestar innleiðir Vivaldi vafrann í Polestar 2

GAUTABORG, Svíþjóð – 22. desember 2021. Polestar, hreinræktaður, hágæða rafbílaframleiðandi, hefur nú innleitt Vivaldi vafra í Polestar 2. Sem svar við óskum Polestar eigenda, þá er bíllinn nú búinn fullkomnum vafra sem gerir notendum kleift að vafra um vefinn eins og þeir myndu gera í öðrum snjalltækjum. Þetta er fyrsti vafrinn sem er fáanlegur fyrir Android Automotive OS.

„Nýr heimur opnast með aðgengi að efni alnetsins í Polestar 2 – jafnvel aðgengi að sumum af uppáhalds streymisveitunum þínum.“

image

Smáforritið, sem er þróað fyrir Polestar 2 af Vivaldi teyminu í Noregi, býður upp á víðtæka vafravirkni á 11 tommu miðjuskjánum í bílnum með Android Automotive OS og virkar á svipaðan hátt og það myndi gera í snjalltæki* - með flipavafri, streymisvirkni, netverslun og hámarks öryggi.

Vivaldi vafrinn er með sveigjanlega uppbyggingu, innbyggða auglýsingavörn, persónuverndarvænt þýðingarverkfæri, nótuvirkni, rakningarvörn og dulkóðaða samstillingu.

Jón Stephenson von Tetzchner, forstjóri Vivaldi, bætir við: „Við erum virkilega stolt af því að kynna vafrann okkar í fyrsta skipti í bíl, og sérstaklega með bílaframleiðanda eins og Polestar. Markmið okkar um tækni og sjálfbærni eru samrýmanleg. Við metum gagnsæi, persónuvernd og ábyrga nýsköpun – og einnig má nefna þá staðreynd að við erum með netþjóna okkar á Íslandi, einum nýjasta markaði Polestar. Eins og Polestar erum við vörumerki áskoranda og við beitum skandinavískri nálgun á hönnun, sem byggir á trausti og hlustun á notendur.“

Í kjölfar nýlegrar hugbúnaðaruppfærslu fyrir Polestar 2 í lok nóvember eru tæknilegir eiginleikar Polestar nú einnig byggðir fyrir afþreyingu.

Þetta styður enn frekar við stöðu Polestar vegna fyrirhugaðrar sameiningar fyrirtækisins við Gores Guggenheim, Inc. (Nasdaq: GGPI, GGPIW og GGPIU), sem gert er ráð fyrir að verði lokið á fyrri hluta árs 2022.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is